fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þórsteinn svarar Önnu Kolbrúnu sem óttast um bálfarir – „Ekki verða byggðar margar bálstofur á Íslandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 19:03

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, birti í Morgunblaðinu fyrir skömmu, um ástand bálfara á Íslandi, vakti mikla athygli og ekki síður frétt DV um grein hennar.

Anna Kolbrún óttast að Íslendingar þurfi í stórum stíl að flytja líkamsleifar látinna ástvina til útlanda til bálfara, annars vegar vegna þess að Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsembættisins sé rekin á undanþágu og hins vegar vegna óheyrilegs kostnaðar við flutning á jarðneskum leifum frá landsbyggðinni til  Reykjavíkur.

Ef marka má grein Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsembættisins (KGRP), er þetta ekki rétt hjá Önnu Kolbrúnu. Það hefur ekki kostnað í för með sér að velja bálför eins og raunar kom einnig fram í grein Önnu Kolbrúnar. Kaupa þarf trékistu eins og fyrir greftrun því efniviður kistunnar gerir það að verkum að líkið brennur til ösku eins og ætlast er til. Bálfararkistur eru hins vegar ódýrari en jarðsettar kistur og því getur útför með bálför orðið ódýrari en hefðbundin útför þó að duftkerið bætist við, ef marka má grein Þórsteins, og greinir Önnu Kolbrúnu ekki á við hann í þeim efnum.

Varðandi flutningskostnað af landsbyggðinni bendir Þórsteinnn á að flutningur á kistu frá Egilstöðum til Reykjavíkur kosti um 13.000 krónur. Lítill sem enginn kostnaður sé á flutningi á duftkeri til baka í heimabyggð þar sem það er jarðsett. Þrettán þúsund krónur eru ekki mikill hluti af því sem útfararkostnaður hleypur vanalega á.

Bálstofan ekki rekin á undanþágu

Mest greinir Þórstein og Önnu Kolbrúnu líklega á um ástand bálstofu KGRP. Anna Kolbrún ritaði eftirfarandi um þetta:

„Bálstofan í Fossvogi er eina bálstofan í landinu, starfsemin í Fossvogi er rekin á undanþágu, bæði frá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu. Sagt var frá því í fjölmiðlum seint á síðasta ári að hætta væri á því að brennsluofnarnir gætu fallið saman enda eru þeir rúmlega 70 ára og brýn þörf á að endurnýja þá ef ekki á að fara illa. Bent hefur verið á að það stefni í algert óefni, viðvaranir hafa verið gefnar en enn þá hefur ekki verið brugðist við eða með öðrum orðum: reynt hefur verið að vekja athygli á alvarlegri stöðu án árangurs.“

Þórsteinn segir hins vegar:

„Bálstofan í Fossvogi er ekki rekin á undanþágu eins og haldið hefur verið fram, hvorki frá Vinnueftirliti né Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur nýlega endurnýjað starfsleyfi bálstofunnar. Vinnueftirlitið hefur ekki gert neinar athugasemdir við rekstur hennar.

Bálstofan var tekin í notkun 1948 og þar eru tveir ofnar sem notaðir eru til skiptis. Þannig gefst tækifæri til að viðhalda þeim og koma í veg fyrir bilanir. Eftir ákveðna notkun eru ofnarnir yfirfarnir, hreinsaðir og hlaðnir upp o.fl. Engin grundvallarbreyting hefur orðið í heiminum á hönnun ofna í bálstofur. Áhyggjur af að e.t.v. þurfi að flytja þá sem hafa óskað eftir bálför hér á landi til útlanda vegna ótryggs rekstrarástands bálstofunnar í Fossvogi eru óþarfar eins og rakið hefur verið hér að ofan.“

Þórsteinn  segir þó að auknar mengunarkröfur kalli á gífurlega dýra og flókna endurnýjun á hreinsibúnaði. Ekki er ljóst af greininni hvort bálstofan þarf að gangast undir þessa endurnýjun en slíkar endurnýjanir á hreinsibúnaði hafa átt sér stað á Norðurlöndunum.

Ekki verða byggðar margar bálstofur á Íslandi

Anna Kolbrún kallar eftir því að bálstofur verði reistar á landsbyggðinni en Þórsteinn telur það óraunhæft vegna stofnkostnaðar slíkrar starfsemi:

„Stofnkostnaður nýrrar bálstofu hér mun að líkindum verða 1,5 til 2 milljarðar og reksturinn verður þungur þar sem fjöldi bálfara hér á landi er lítill, var 996 á síðasta ári eða 44% af heildartölu látinna. Af þessum ástæðum ætti að vera augljóst að ekki verða byggðar margar bálstofur á Íslandi. Augljóst ætti einnig að vera að hagkvæmast er fyrir heildina að staðsetja nýja bálstofu þar sem flestir lifa og deyja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“