fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Samherji sakar RÚV um gagnafölsun – Segir Helga Seljan hafa sagt þjóðinni ósatt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 07:42

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtir Samherji þátt á síðu sinni á YouTube þar sem Ríkisútvarpið og fréttamaðurinn Helgi Seljan eru meðal annars til umfjöllunar. Er því haldið fram í þættinum að Helgi Seljan hafi sagt ósatt varðandi skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010 en Helgi vitnaði í skýrsluna i Kastljósþætti 2012. Er því haldið fram að skýrslan hafi ekki verið samin af Verðlagsstofunni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Umræddur Kastljósþáttur var sýndur 27. mars 2012 en þann dag var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og Akureyri af Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og Embættis sérstaks saksóknara.

Í þættinum, sem verður birtur í dag, er vitnað í leynilega upptöku af samtali Helga Seljan við Jón Óttar Ólafsson afbrotafræðing sem starfar nú fyrir Samherja. Samtalið er frá 2014. Í því segir Helgi að hann hafi ekki fengið neinn hjá Verðlagsstofu til að staðfesta að skýrslan hafi verið unnin þar. Fréttablaðið fékk staðfest hjá Verðlagsstofu að skýrslan hafi ekki verið unnin þar.

Hún var ekki meðal málsgagna í máli Seðlabankans gegn Samherja en þeim þætti málsins lauk 2018 með því að Hæstiréttur felldi niður sekt Seðlabankans á Samherja.

Fréttablaðið hefur eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að Seðlabankamálinu sé ekki lokið og að upplýsingarnar um skýrsluna hafi komið fram við undirbúning málaferla. Nýju þættirnir séu liður í svörum gegn þeim ásökunum sem hafa komið fram.

„Það hefur legið fyrir um nokkra hríð að við ætluðum að svara þeim ásökunum sem voru bornar á félagið og starfsfólk þess. Í apríl á þessu ári staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs með bréfi til Samherja að það skjal, sem var aðalheimild Kastljóss við gerð þáttar um Seðlabankamálið hinn 27. mars 2012, hefði aldrei verið unnið hjá stofnuninni. Þessi svör Verðlagsstofu staðfesta að Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum.“

Er haft eftir Þorsteini sem sagði einnig að rétt sé að hafa í huga að almenningur treysti RÚV og að það segi satt og rétt frá.

„Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig trúnaðarmaður fólksins, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fer með heimildir, breytir þeim og hagræðir og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta, þvert á lög.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg