fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Margrét sendir kvörtun yfir Stundinni til fjölmiðlanefndar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 16:16

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir hefur sent kvörtun til fjölmiðlanefndar vegna meintrar einhliða umfjöllunar Stundarinnar um mál hennar og Semu Erlu Serdar. Forsagan er sú að Sema Erla kærði Margréti til lögreglu fyrir hatursglæp vegna atviks sem varð á veitingastaðnum Benzin Cafe við Grensásveg sumarið 2018.

Fyrir skömmu birti Sema yfirlýsingu þar sem hún gagnrýnir lögreglu fyrir aðgerðaleysi í málinu. DV og Stundin birtu frétt um þessa yfirlýsingu Semu.

Margréti greinir mjög á við Semu um hvað gerðist á milli þeirra tveggja þetta sumarkvöld á Benzin Cafe og svaraði yfirlýsingu Semu. DV birti frétt um svar Margrétar en það gerði Stundin ekki.

Sjá einnig: Tvö ár síðan Sema Erla kærði Margréti fyrir hatursglæp – Gagnrýnir harkalega seinagang lögreglu

Sjá einnig: Margrét gagnrýnir Semu harðlega: „Hún ákvað að endurvekja 2 ára gamalt mál og rifja upp eitthvað fyllerísrugl“

Margrét er ósátt við að Stundin hafi ekki einnig birt frétt um andsvör hennar en hún sendi eftirfarandi tölvupóst á Stundina:

 

Margrét segir í tilkynningu sinni:

„Ég upplýsi hér með að ég hef sent inn kvörtun til fjölmiðlanefndar vegna áróðursmiðilsins Stundarinnar sem að nú hefur markvisst stundað áróður gagnvart mér sem persónu í nokkur ár og fjallað einhliða um mál tengt Semu Erlu en þrátt fyrir beiðni þá hafa þeir aldrei birt mína hlið á málinu, slíkir starfsættir blaðamanna og miðla er brot á fjölmiðlalögum.“

Margrét styðst við 26. gr. fjölmiðlalaga sem er eftirfarandi:

 26. gr. Lýðræðislegar grundvallarreglur.
 Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. [Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars.] 1) Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni [í fréttum og fréttatengdu efni] 1) og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.
Fjölmiðlaveitu sem hefur þá yfirlýstu stefnu að beita sér fyrir tilteknum málstað skal vera óskylt að miðla efni sem gengur í berhögg við stefnu miðilsins.

Margrét bætir við:

„Í lýðræðislegu samfélagi tel ég ólíðandi að íslenskur miðill stundi jafn óvandaða og hlutdrægna blaðamennsku sem lútar að því að rógbera og mannorðsmyrða fólk með miðilinn að vopni og neita að birta alla málavexti eða gefa færi á andsvari, þarna tel ég miðilinn ekki einungis brjóta fjölmiðlalög heldur einnig siðareglur blaðamanna.“

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“