Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar kom að aðgerð spönsku lögreglunnar sem gerði tæpt tonn af hassi upptæk á dögunum. Áhöfnin var við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi, við strendur spánar, þegar áhöfnin varð var við hraðbát með „torkennilegan varning“ um borð. Eftir að hafa gert höfuðstöðvum spænsku lögreglunnar viðvart fylgdi TF-SIF smyglurunum eftir þar til spænska lögreglan á hraðbát náði bátnum og handtók smyglarana fjóra sem um borð í bátnum voru.
963 kíló af hassi voru gerð upptæk og handtók fjóra. Mennirnir voru frá Marokkó, Belgíu og Frakklandi.
Áhöfnin hefur undanfarnar vikur sinnt landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópu og hefur á meðan haft aðsetur á Malaga á Spáni. Á liðnum vikum hefur áhöfn flugvélarinnar tekið þátt í 41 verkefni, komið að björgum 78 flóttamanna og komið upp um fleiri smygltilraunir á fíkniefnum til Evrópu.
Áhöfnin er lögð af stað til landsins og er væntanlega hingað síðar í vikunni.
Sjá má upptöku úr flugvél landhelgisgæslunnar hér að neðan, en ljóst er af henni að dæma, að um háskalega eftirför hafi verið að ræða.