fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Segir að Helgi hefði átt að hætta að rannsaka málið – „Fjármálastjóri Samherja varð óvinnufær“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 13:40

Samsett mynd- Jón Óttar og Helgi Seljan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um birti útgerðarfyrirtækið Samherji þátt í dag er varðaði Seðlabankamálið svokallaða. Þátturinn snýst að miklu leiti um umfjöllun Kastljóss um málið frá því í mars 2012. Þá beinir Samherji spjótum sínum sérstaklega Helga Seljan, blaðamanni hjá RÚV, en hann kom að umfjöllun Kastljóss um Seðlabankamálið, auk þess sem hann kom að umfjöllun Kveiks.

Meginuppistaða þáttar Samherja er upptaka frá „rannsóknarlögreglumanninum“ Jóni Óttari Aðalsteinssyni, en hann starfaði við það að afla upplýsingar um Seðlabankamálið fyrir Samherja. Jón hefur áður komist í fjölmiðla, en seinasta haust greindi Stundin frá því að hann hafi ásamt Samherja „leit­að allra leiða til að lækka skattgreiðslur“ fyrirtækisins í Namibíu.

Jón Óttar fullyrðir að þessi upptaka sýni fram á að Helgi Seljan hafi sagt óstatt í umfjöllun sinni fyrir Kastljós. Þetta kemur fram í pistli Jóns sem birtist á Vísi í dag. Í pistlinum segir hann einng að Helgi hefði átt að hætta að rannsaka Seðlabankamálið.

„Umrædd upptaka var hljóðrituð af mér þegar ég hitti Helga á skrifstofu lögmanns í Reykjavík á árinu 2014. Ég var sá eini sem bjó yfir vitneskju um umrædda hljóðritun. Mig langar með nokkrum orðum að útskýra hvers vegna ég taldi forsvaranlegt að taka upp samtal mitt við Helga og hvers vegna upptakan hefur nú verið birt.“

Vill meina að allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hætt að rannsaka málið

Jón vitnar í umrædda upptöku þar sem að Helgi segist ekki hafa fengið neinn hjá Verðlagsstofu skiptaverðs til að staðfesta að skýrsla sem notuð var við gerð Kastljósþáttarins hefði verið unnin af stofnuninni. Þó kemur fram í þættinum að Helgi hafi farið yfir skýrsluna og komist að því að hún væri „legit“ eins og hann orðaði það. Helgi segist hafa borið hana saman við tölur frá Fiskistofu og þannig komist að því að tölurnar væru réttar.

Þess má geta að Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, hefur birt svar Helga Seljan við ásökunum á hendur hans í þætti Samherja. Þar segir Helgi að umrædd skýrsla hafi vissulega verið til og hún meira að segja birt í umræddum Kasljósþætti og því séu ásakanir Samherja útúrsnúningur.

Svar Helga við ásökunum Samherja – Skýrslan var til og var undirrituð

Jón spyr sig afhverju Helgi hafi ekki hætt að rannsaka málið og vill meina að „allir heiðarlegir blaða- og fréttamenn“ hefðu hætt að rannsaka málið.

„Á upptökunni leynilegu viðurkennir Helgi Seljan að hafa ekki fengið neinn hjá Verðlagsstofu skiptaverðs til að staðfesta á sínum tíma að skýrslan hefði verið unnin af stofnuninni. Engu að síður varði hann heilum Kastljósþætti í umfjöllun upp úr „skýrslunni.“ Þá viðurkennir Helgi á upptökunni að hafa átt við skýrsluna og þannig breytt henni áður en þátturinn fór í loftið. Hvers vegna gerði Helgi þetta? Hvers vegna setti hann ekki skjalið ofan í skúffu þegar hann fékk engan til að staðfesta tilurð þess og áreiðanleika? Ég hef engin svör við þessum spurningum en þessi vinnubrögð var brýnt að afhjúpa.“

„Það sem Helgi gerði í þætti Kastljóss 27. mars 2012 er ekki aðeins birtingarmynd á óvandvirkni heldur gerðist hann sekur um óheiðarleg vinnubrögð, blekkingar og svik. Hann lét áhorfendur Ríkissjónvarpsins halda að það skjal sem hann byggði umfjöllun sína á væri opinbert skjal frá íslenskri ríkisstofnun þegar hann vissi sjálfur innst inni að hann gat ekki vitað það með vissu. Eins og hann orðaði það sjálfur, hann fékk engan hjá stofnuninni til að staðfesta að skýrslan „væri þarna.“ Allir heiðarlegir blaða- og fréttamenn hefðu stoppað og látið þar við sitja.“

„Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja varð óvinnufær“

Í pistlinum fullyrðir Jón að vinnubrögð Helga séu afdrifarík. Hann vill til að mynda meina að fyrrverandi fjármálastjóri Samherja hafi ekki verið samur eftir Seðlabankamálið

„Vinnubrögð Helga Seljan hafa haft víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir venjulegt fólk. Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja varð óvinnufær í Seðlabankamálinu og er enn þá að bíta úr nálinni með heilsubrest sem hann glímdi við í kjölfar þess.“

Sakar Helga um að fara „vísvitandi með ósannindi“

Að lokum segir Jón að „fjölmiðlastjarna“ Helga hafi risið vegna blekkinga og óheiðarlegra vinnubragða. Hann vill meina að Helgi fari „vísvitandi með ósannindi“ og því segir hann að upptakan hafi verið birt.

„Því miður bendir margt til þess að fjölmiðlastjarna Helga Seljan hafi risið á grunni óheiðarlegra vinnubragða og jafnvel blekkinga. Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig hann starfar. Hvernig þessi trúnaðarmaður fólksins á RÚV fer með heimildir, breytir þeim og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta og það sem er alvarlegast, fer vísvitandi með ósannindi. Hér er um að ræða upplýsingar sem eiga brýnt erindi við almenning. Þess vegna var forsvaranlegt og rétt að birta upptöku af samtali okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni