Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að ekki sé fótur fyrir orðróm um að seinni bylgja kórónuveirunnar, það smit sem nú er í gangi í samfélaginu, á Íslandi verði rakin til erlendrar vændiskonu .
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, kvaðst ekki hafa heyrt umræddan orðróm, en Víðir kannaðist við hann og sagði að fyrir honum væri enginn fótur.
„Nei þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu.“