Einstaklingar sem voru gestkomandi í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina hafa greinst með COVID-19 og eru 48 íbúar Vestmannaeyja komnir í sóttkví vegna þess en von er á að þeim fjölgi eftir því sem líður á daginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Aðgerðarstjórn í Vestmannaeyjum hefur nú verið virkjuð og ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti að eigin smitvörnum og fari að fyrirmælum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.
Smitrakningarteymi rekur nú ferðir þeirra smituðu.