fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Sigursteinn reynir að róa þjóðina: „Óþarfi að fara á taugum þó að smitum fjölgi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 16:06

DV - Sigursteinn Másson,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Másson, hinn þekkti heimildarþáttagerðarmaður og fyrrverandi blaðamaður, er lítt hrifinn af hugmyndum um hertar aðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum. Eins og alþjóð veit hefur smitum fjölgað töluvert undanfarið og er kallað eftir hertari aðgerðum. Sigursteinn telur að einstaklingsbundnar sóttvarnaraðgerðir vegi þyngra en hertari reglur.

Í færslu sem birtist skömmu eftir hádegi á Facebook skrifar Sigursteinn:

„Má ég biðja vini mína á fjölmiðlum og annarsstaðar um að vera ekki stöðugt að kalla eftir harðari aðgerðum. Nú þarf að sjá hvernig einstaklingsbundnar sóttvarnaraðgerðir og þær reglur sem í gildi hafa verið í eina viku virka og meta það eftir viku eins ákveðið var. Óþarfi að fara á taugum þótt smitum fjölgi tímabundið. Það þarf lika að skoða vel hvernig veikindin eru að koma fram núna í samanburði við áður en í þrjá mánuði hefur aðeins einn lagst inn á sjúkrahús og sú innlögn stóð í þrjá daga. Sýnum yfirvegun, aðgát og skynsemi en forðumst panik- og hræðsluviðbrögð.“

Í umræðum undir færslunni eru skiptar skoðanir eins og vænta má en þar ítrekar Sigursteinn gildi einstaklingasbundinna sóttvarna og segir:

„Þetta stendur allt og fellur með okkar eigin hegðun. Versunarmannahelgin fór því miður ekki vel með heimapartýin og útilegurnar og nú þurfum við hvert og eitt að gera betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför