Þeir hafa líklega ekki verið með kvef, lögreglumenn Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem þefuðu upp fíkniefni í umdæminu í gær.
Fundu þeir mikla kannabislykt koma frá íbúð einni og höfðu því afskipti.
Húsráðandi var hinn almennilegasti, vísaði lögreglunni á vímuefnin sem voru geymd á skrifborði hans. Einnig reyndust kannabisefni og -fræ að finna víðar í íbúðinni.
Húsráðandi gekkst við að eiga efnin, en sagðist hreinlega hafa fundið þau.
Kannabisneytendur í Keflavík ættu því að hafa varan á, því lögreglan er með þefskynið í lagi.