Ökumaður sexhjóls lét lífið í gær eftir að hjól hans valt yfir hann í fjalllendi. Slysið átti sér stað í Reyðarfirði samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
Unnið er að rannsókn málsins og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.