fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Gríðarleg þynging dóma veldur álagi á fangelsiskerfið – 300 ár á hverju ári

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 09:53

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef tekin eru saman heildarrefsingarár sem íslenskir dómstólar dæma má sjá stórkostlega aukningu á aðeins örfáum árum. Þannig dæmdu dómstólar samtals í 202 ára fangelsi árið 2000, en það sem af er árs 2020 hafa þeir dæmt fanga til 256 ára refsivistar, samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun.

Frá árinu 1990-1999 dæmdu dómstólar Íslands fanga til 178 ára fangelsis að meðaltali. Á næstu 10 árum þyngdust samanlagðar refsingar um 35%, í 243 ár. Á síðasta áratug hefur þessi tala rokið upp í 300 ár að meðaltali.

Þannig hefur heildarlengd dóma á ári aukist um tæp 70% á aðeins tveim áratugum. Á sama tímabili hefur gæsluvarðhaldsföngum fjölgað umtalsvert, eða um 100% á 20 árum.

Leggst þung á fangelsiskerfið

Þynging dóma og fjölgun gæsluvarðhaldsfanga leggst mjög þungt á fangelsiskerfið. Biðlistar urðu fyrst til 2005 og hefur kerfinu ekki tekist að hrista þá af sér síðan. Raunar hafa þeir bara lengst. Því lengra sem hver fangi dvelur í kerfinu því meiri pláss tekur hann, eðli máls samkvæmt. Gæsluvarðhald fanga er svo þess eðlis að það hefur ruðningsáhrif í kerfinu. Fangelsi landsins þurfa að tryggja að það séu pláss fyrir gæsluvarðhald hverju sinni og með fjölgun meðaltalsfjölda gæsluvarðhaldsfanga þurfa fangelsin sífellt að gera ráð fyrir fleiri rýmum í fangelsum landsins undir gæsluvarðhaldsfanga.

Enn fremur hefja fangar sem eru í gæsluvarðhaldi við dómsuppkvaðningu langoftast afplánun um leið. Þannig færast þeir „fram fyrir röðina,“ og vera annarra á biðlistum eftir afplánun lengjast.

Áhrif þungra dóma vara lengi

Enn fremur er kerfið svo lítið hér á landi að lítið þarf til þess að „sprengja“ kerfið, sérstaklega í ljósi þess hve þanið það er fyrir. Þannig getur átak lögreglu í einhverju málaflokki eða örfáir þungir fíkniefnadómar haft teljandi áhrif á fangelsiskerfið í mörg ár á eftir. Nýlegu féllu tveir mjög þungir dómar í héraðsdómi og Landsrétti varðandi amfetamínframleiðslu. Í þeim fyrri voru þrír dæmdir til samtals 16 ára fangelsisvistar, og í því seinni fengu sexmenningar samtals 22 ára dóm. Samtals bættust því í aðeins tveim sakamálum 38 ár við heildarárafjölda dóma. Það eru um 10% af samanlagðri dómalengd síðasta árs, sem þó var metár.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“