fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Óvissa um hvernig skólastarfi verður háttað vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 07:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur fyrir hvernig skólastarfi verðu háttað í haust vegna fjölgunar COVID-19 tilfella. Skólastjórar í framhaldsskólum reikna jafnvel með að þurfa að grípa til fjarkennslu á nýjan leik. Á grunnskólastiginu er stefnt að því að hafa kennslu með hefðbundnum hætti.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Starf framhaldsskóla á að hefjast upp úr miðjum mánuði en starf grunnskólanna hefst um viku síðar. Blaðið hefur eftir Magnúsi Ingvasyni, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, að kennarar séu nú að undirbúa önnina, hvort sem um stað- eða fjarkennslu verði að ræða.

„Við bíðum aðeins eftir því hvernig mál þróast, en ég hef látið kennara vita að mögulega verði byrjað á fjarkennslu.“

Sagði hann.

Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði að verið sé að teikna upp sviðsmyndir sem taki mið af skilaboðum almannavarna um fjölda í hverju rými og hvort tveggja metra reglan verði í gildi.

„Ef ekki verður hægt að hefja kennslu með hefðbundnum hætti, þá verður farið í fjarkennslu með svipuðu sniði og á síðustu önn.“

Er haft eftir honum.

Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði að unnið væri að skipulagningu grunnskólastarfsins í samvinnu við stjórnendur. Meginmarkmiðið sé að tryggja að hægt verði að halda óbreyttu starfi fyrir börn og unglinga.

„Í því samhengi verður höfuðáherslan lögð á smitgát milli starfsfólks í daglegu starfi og milli foreldra og starfsfólks.“

Þetta á að hennar sögn til dæmis við um aðgengi að sameiginlegum skóla- og frístundarýmum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka