fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Alma ruglaðist og sagði fólki að þvo hendurnar í tuttugu mínútur – „Við getum verið viss um að þær verði mjög hreinar“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 14:48

Alma hefur ítrekað að fólk gæti að því hvernig það notar grímurnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skondið atvik átti sér stað á upplýsingafundinum vegna COVID-19 sem kláraðist rétt í þessu. Alma D. Möller, landlæknir, var að fara yfir sóttvarnaraðgerðir þegar hún sagði að fólk ætti reglulega að þvo sér um hendur í tuttugu mínútur

„Það þarf að þvo sér oft og reglulega um hendurnar með sápu í tuttugu mínútur og það þarf að hreinsa hendurnar með spritti þess á milli,“

Þegar að Alma hafði lokið máli sínu leiðrétti Víðir hana með brosi á vör.

„Ég veit að landlækni er mjög annt um handþvott, en ég geri ráð fyrir því að hún hafi ætlað að segja tuttugu sekúndur, en ekki tuttugu mínútur. Við getum verið viss um að þær verði mjög hreinar ef maður þvær þær í tuttugu mínútur.“

Alma þakkaði Víði fyrir að benda á þetta.

Erfitt að ná til yngra fólks

Fleira en þessi misskilningur kom fram á upplýsingafundinum. Til að mynda sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir að ekki væri ástæða til að grípa til aðgerða á þessari stundu, þó værum við viðbúin frekari aðgerðum.

„Á þessari stundu sé ég ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða en gripið var til fyrir tæpri viku síðan, en við erum bara í startholunum ef ástandið versnar eða breytist á einhvern hátt þá þurfum við að endurskoða það sem við höfum verið að gera. Það er einnig ánægjulegt að við erum ekki að sjá alvarleg veikindi enn komið er, en þau geta komið síðar og þurfum bara að vera vel á varðbergi.“

Þá ræddi Alma um yngra fólk sem virðist vera að smitast hvað mest. Hún sagði að stundum gengi það erfiðlega að ná til þess og þá biðlaði hún til foreldra að fara yfir málin með ungu fólki.

„Við sjáum núna að það er yngra fólk sem er að smitast og við höldum að við séum ekki að ná nógu vel til þeirra með upplýsingar. Meðal annars vegna allar þessar endurtekningar. Almannavarnir eru að skerpa á upplýsingagjöf til þeirra en við biðjum ykkur áfram að hjálpa okkur við að koma þeim til skila. Til dæmis væri gott ef foreldrar fara yfir smitvarnir með sínu unga fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“