fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Formaður Frjálshyggjufélagsins undirbýr COVID-mótmæli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 19:32

Samsett mynd: Vefur Hringbrautar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, undirbýr mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhannes hefur margoft lýst yfir andstöðu sinni við stefnu yfirvalda varðandi faraldurinn, ekki síst í aðsendum greinum í Morgunblaðinu. Jóhannes telur að samkomutakmarkanir og hömlur á atvinnustarfsemi til að sporna gegn útbreiðslu smits geri meira ógagn en gagn, enda muni hrun efnahagskerfisins valda miklu fleiri dauðsföllum en kórónuveiran þegar upp er staðið. Hefur Jóhannes vísað til lágrar dánartíðni á meðal þeirra sem fá sjúkdóminn og algengi vægra einkenna hjá smituðum.

Jóhannes birti um helgina svohljóðandi tilkynningu í Facebook-hópi Frjálshyggjuféalgsins:

Við erum nokkur að undirbúa mótmæli gegn skaðlegum kóvidinngripum yfirvalda.

Hverjir hér hafa áhuga á að taka þátt í slíku?

Innlegg Jóhannesar fær misjöfn viðbrögð. Hann segir í umræðunum að kórónuveiran hafi útbreiðslu á við slæma inflúensu. Við þessu segir Stefán Páll Páluson:

Slæm flensa kemur ekki upp 3svar á ári.

Slæm flensa smitast ekki 300x hraðar líkt og þessi.

Slæm flensa hefur þekktar aukaverkanir en ekki þessi.

Slæm flensa veldur ekki blóðstorknun í líffærum

Slæm flensa veldur ekki bólgum í hjarta .

Það er svo margt ólíkt með þessari pest í samanburði við almenna flensu að þessu er bara ekki hægt að líkja saman sem eins.

 

Jóhannes segir fráleitt að rústa hagkerfinu og svipta fólk borgaralegum réttindum vegna veiru á borð við kórónuveiruna:

Covid smitast ekki 300 falt hraðar, heldur bara öðruvísi. Enda er útbreiðslan ekki það mikil. Slæm flensa hefur áhrif á blóðið líka. Slæm flensa mundi koma upp mörgum sinnum á ári ef reynt væri að stoppa hana eins og Covid. … þú ættir kannski að kynna þér málin aðeins betur.

Flensur á íslandi hafa oft verið mjög skaðlegar, 1998 og 2005 (að mig minnir) komu flensur sem drápu ca. 30. Flensan 1988 var svo jafnvellenn verri, en framreiknað m.v. höfðatölu þá hefði hún í dag drepið ca. 60 beint, og mögulega aðra 40 óbeint (vegna lungnabólgu), þ.e. 100 manns. Enginn ákvað þó að rústa hagkerfinu eða svifta fólk borgaralegum réttindum vegna þessa.

Uppfært. Stefán Páll hafði samband við DV og benti á að hann hefði svarað röksemdum Jóhannesar og annarra með eftirfarandi hætti: 

„Hópamyndun í mótmælum eykur líkur á hópsmiti … Og ef þetta verður að veruleika hjá honum og smit kæmi upp að þá að sjálfsögðu mun það bitna á Frjálshyggjufélaginu og samfélaginu og þá er hann að vega að borgaralegu réttindum okkar um að fá að ganga um óhult fyrir þessari veiru …og þar sem hann er að þessu til að verja borgaralegu réttindi okkar að þá væri þessi niðurstaða í fullkominni mótsögn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít