fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Á þessum stöðum nær Olga Björt að iðka sína núvitund

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 1. ágúst 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Björt Þórðardóttir er ritstjóri og útgefandi bæjarblaðsins Hafnfirðings. Hún velur uppáhaldsnúvitundarstaði sína, vegna þess að núvitund hefur bjargað geðheilsu hennar undir álagi og í kjölfar áfalla.

1. Álftanesfjara

Mynd/Olga Björt

Það eru einhverjir töfrar við að horfa á öldurótið og fallegt sólarlag, hvort sem það er flóð eða fjara og sama hvaða árstíð er.

2. Hvaleyrarvatn

Mynd/Olga Björt

Þessi náttúruperla í Hafnarfirði hefur allt sem þarf til að ná góðri upplifun; gönguleiðir umhverfis vatnið og í skóginum, vaða berfætt, synda eða sigla, eða bara grilla og njóta með fjölskyldu og vinum.

3. Helgafell

Mynd/Olga Björt

Eftir að hafa reynt aðeins á sig á leið upp á Helgafell er einstök tilfinning að finna sér stað fyrir einveru í friði á toppnum (þar er nóg pláss!), setjast niður í endorfínvímu og þakka fyrir heilsuna, lífið og fólkið sitt.

4. Hellisgerði

Drónamynd/Olga Björt

Ótrúlega fallegur og kyrrlátur staður með álfahólum og Álfabúð í gömlu húsi. Þarna finnst mér notalegast að finna einhvern stað til að setjast í grasið og rýna í náttúrufegurðina, blómin og trén í kringum mig – gjarnan með myndavélina með mér.

Umfjöllunin birtist fyrst í prentuðu helgarblaði DV sem kom út 24. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar