fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 14:17

Þríeykið. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held við séum bara í nokkuð góðum málum og við höldum áfram að feta okkur eftir þessari braut,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag um COVID-19. Kom fram í máli Þórólfs að innanlandssmit undanfarið virðist að mestu mega rekja til tveggja hópsýkinga. Svo virðist sem það sé að takast að koma böndum á hópsýkingarnar. Þó megi búast við því að fleiri smit greinist á næstunni.

Sjö greindust smitaðir í gær en 500 fóru í sýnatöku og má búast við að þeir hafi flestir talið sig finna til einkenna. Sagði Þórólfur að aðrar veirusýkingar væru í gangi núna og þeim muni líklega fara fjölgandi á næstunni, miðað við árstíma. Virk smit í landinu eru núna 58 og eru 454 í sóttkví. Frá því Íslensk erfðagreining hóf skimun að nýju þann 29. júlí hefur hún skimað 1.900 manns og hafa tveir af þeim greinst jákvæðir, annar þeirra var með einkenni.

Þórólfur segir að það geti tekið tvær vikur að sjá árangur af þeim hertu aðgerðum sem tóku gildi í gær. Honum virðist útlitið vera nokkuð gott og hann telur að smit í samfélaginu sé ekki útbreitt og veiran sé ekki að fara úr böndunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?