fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Telur mikil tækifæri til hagræðingar á LSH – Lök fjármálastjórnun undanfarin ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. júlí 2020 07:55

Landspítalinn í Fossvogi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Benediktsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarleg tækifæri hjá Landspítalanum til að forgangsraða fjármunum og ekki sé líklegt að spítalinn fái aukið fjármagn á þessu ári.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í stað þess að setja aukið fjármagn í rekstur spítalans verði frekar horft til aðhalds í fjármálum hans.

„Í síðasta fjárauka ársins erum við að horfa til aðhalds í fjármálum og útgjöldum. Hins vegar verður þessi svokallaði kórónuveirukostnaður gerður upp.“

Er haft eftir Haraldi.

Það liggur fyrir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft mjög mikil áhrif á bókhald spítalans sem hefur þurft að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir auk þess að framkvæma víðtækar skimanir og greiningar. Líklegt má telja að enn séu öll áhrif faraldursins ekki komin fram.

„Við þekkjum ekki afleiðingar faraldursins. Það verður til dæmis aukinn kostnaður vegna sjúkraþjálfunar og af annarri framhaldsmeðferð. Síðan hefur þurft að ráðast í miklar fjárfestingar og fara í greiningar og sýnatökur, þannig að viðbótarkostnaðurinn verður einhver.“

Er haft eftir Haraldi sem segir að þrátt fyrir þetta verði kannað hvort ekki sé hægt að nýta fjármuni spítalans betur, það verði að forgangsraða fjármunum en önnur aðkallandi verkefni bíði einnig.

„Spítalinn er með gríðarlega möguleika til forgangsröðunar fjármuna og ráðuneytið hefur verið að reyna að herða að útgjaldavexti síðustu ára. Svo þarf einnig að fara í önnur mikilvæg verkefni eins og til dæmis rekstur hjúkrunarheimila.“

Sagði Haraldur og bætti við að skoða verði hlutverk Sjúkratrygginga Íslands.

„Það er alltaf rétta leiðin að veita góða heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar hafa það hlutverk að leita hagkvæmustu kaupa og það þarf að skoða hvernig þær framkvæma þær aðgerðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt