fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Telja líkur á gjaldþrotahrinu í ferðaþjónustu – Bankarnir sagðir hafa leigt geymslur fyrir fullnustueignir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. júlí 2020 08:00

Ferðamenn í Leifsstöð. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að mun færri ferðamenn komi hingað til lands í ágúst en Ferðamálastofa hafði spáð. Spá Ferðamálastofu gerði ráð fyrir að hingað kæmu um 63.000 ferðamenn en mun færri ferðamenn þýða að ferðaþjónustufyrirtæki verða af milljörðum og eru líkur á gjaldþrotahrinu í ferðaþjónustunni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Vilborgu Helgu Júlíusdóttur, hagfræðingi Samtaka ferðaþjónustunnar, að ólíklegra sé en áður að 63.000 ferðamenn komi hingað til lands í ágúst. Hér er um mikla hagsmuni að tefla að hennar sögn því gjaldeyristekjur af rúmlega 60.000 ferðamönnum geti numið um 11,5 milljörðum króna.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, var sama sinnis og sagðist telja að tekjur af 63.000 ferðamönnum gætu verið 15 til 16 milljarðar króna. Ef ferðamenn verði helmingi færri muni tekjurnar skerðast um allt að 8 milljarða.

Haft er eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, forstöðumanni Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, að líkur séu á gjaldþrotahrinu fyrirtækja í ferðaþjónustu ef svo fer sem nú horfir. Önnur bylgja kórónuveirunnar geti reynst sumum fyrirtækjum of stór biti.

Sævar Þór Jónsson, lögmaður, tók í sama streng og Guðrún og sagði líkur á gjaldþrotahrinu í haust ef önnur bylgja kórónuveirunnar skellur á. Hann sagði það sitt mat að fjármálastofnanir vilji ekki leysa úr vanda ferðaþjónustufyrirtækja, þau telji ekki raunhæft að bíða í þann tíma sem þarf að bíða.

„Það sem ég hef upplifað í samningaviðræðum við bankastofnanir er að þær gera ráð fyrir gríðarlegu hruni í vetur og haust. Og meira að segja er talað þannig að gert er ráð fyrir fjöldagjaldþrotum.“

Morgunblaðið segir að heimildarmenn hafi sagt að bankarnir séu búnir að leigja geymslur undir fullnustueignir sem verði teknar yfir í byrjun hausts.  Sævar sagðist einnig hafa heyrt þetta og sagði að byrjað sé að taka eignir, tæki, í umsjá ferðaþjónustufyrirtækja af þeim. Þannig séu vörslusviptingar hafnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Í gær

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt