fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Sparisjóður Strandamanna setur smálánafyrirtækjum loksins stólinn fyrir dyrnar: Ætla að loka á innheimtu smálána

Auður Ösp
Föstudaginn 31. júlí 2020 18:00

Smálán voru markaðssett af mikilli hörku þegar þau ruddu sér til rúms. Viðkvæmir þjóðfélagshópar lentu fljótt í gildru smálána. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Sparisjóðs Strandamanna hefur ákveðið að innheimta og önnur umsýsla slíkra smálána verði ekki heimiluð í gegnum innheimtukerfi og tengingar í nafni sjóðsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef Sparisjóðsins fyrr í dag.

Á dögunum birti DV ítarlega úttekt starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi Fram hefur komið að Sparisjóður strandamanna er eina fjármálafyrirtækið sem aðstoðar smálánafyrirtækin við greiðslumiðlun. Höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru á Hólmavík.

Fram kom í leiðara blaðsins að í fréttaskýringaþættinum Kveik í fyrra hafi verið ítarlega fjallað um smálánafyrirtækin og þar meðal annars rætt við sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna. Þá sagðist hann íhuga að loka á smálánafyrirtækin. Það hafði enn ekki verið gert þegar úttekt DV var birt í síðustu viku.

Fram kemur í fyrrnefndri tilkynningu í dag  að stjórn Sparisjóðs Strandamanna hafi í nokkurn tíma verið með til skoðunar viðskiptasambönd við þá viðskiptavini sem koma á einhvern hátt að smálánastarfsemi.

Stjórnin hefur ákveðið að innheimta og önnur umsýsla slíkra lána verði ekki heimiluð í gegnum innheimtukerfi og tengingar í nafni Sparisjóðs Strandamanna og hefur gripið til viðeigandi ráðstafana til að svo megi verða, meðal annars með uppsögn á viðskiptasamböndum

segir í tilkynningunni.

Þá er tekið fram að útgreiðsla smálána hafi aldrei verið heimil í gegnum Sparisjóðinn, hvorki í gegnum bankareikninga eða öpp með tengingar við Sparisjóðinn.

Sparisjóður Strandamanna var stofnaður 1891, Sjóðurinn hefur alla tíð eða í tæp 130 ár sýnt samfélagslega ábyrgð og hyggst gera það hér eftir sem hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda