fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

Auður Ösp
Föstudaginn 31. júlí 2020 14:56

Þríeykið. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er ástæða til að ganga jafnlangt varðandi ferðaviðvaranir nú og um páskana og fólki er óhætt að ferðast innanlands. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis fyrir stundu en hertar aðgerðir vegna fjölgunar nýsmitaðra tóku gildi nú á hádegi.

Stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margt er óljóst eftir tíðindi gærdagsins. Fram kom á fundinum að stóri munurinn nú og um páskana er sá að um páskana varheilbrigðisþjónustan þanin til hins ýtrasta. Nú er ástandið þar mun eðlilegra og þar af leiðandi er ekki talin ástæða til að ganga jafnlangt varðandi ferðaviðvaranir. Það er því „í góðu lagi“ að fara upp í sumarbústað og ferðast innanlands með fjölskyldunni. Fólk er þó hvatt til að fylgjast vel með veðurspánni og svo forðast mannmarga staði.

Einnig var spurt var um ráðstafanir varðandi skólahald í haust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði ekki hægt að útiloka að aðgerðir myndu halda áfram.  Kannski yrði búið að aflétta þessu þegar skólastarf byrjar í haust en svo þyrfti að grípa til hertari aðgerða aftur í haust eða vetur. Allir ættu að vera undirbúnir undir það.

Aðspurður um áhyggjur þess efnis að veiran væri komin um allt samfélagið sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að það gæti verið vísbending um að veiran væri komin víða, að verið væri að greina veiruna í óskyldum aðilum.

„Það verður að koma í ljós. Það á ekki að breyta nálguninni mikið. Framtíðin verður að skera úr um það hvort tekin hafi verið rétt ákvörðun eða ekki. Það sem er jákvætt í þessu er að við erum með eina gerð af veiru núna sem er að valda þessari hópsýkingu. Ef veiran væri af mörgum tegundum þá væri vísbending um að veiran væri að leka hér í gegn á landamærunum. Það væri meira áhyggjuefni en það sem er að gerast núna.“

50 manns í einangrun

Áður en opnað var fyrir spurningar blaðamanna var farið yfir tölur dagsins. Í erindi Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis kom fram að faraldurinn væri í sókn og þegar til lengri tíma er litið er nánast vonlaust að koma í veg fyrir það algjörlega að veiran berist hingað.

Sóttvarnir innanlands hafa brugðist á ákveðinn máta. Það verður ekki útbreiðsla ef við gætum að okkar einstaklingsbundnu sýkingavörnum og það hefur verulega verið slakað á í þeim efnum. Því þurfum við að skerpa á.

Þetta verður verkefnið áfram. Aðgerðir okkar í dag eru ekki að miðast að því að halda Íslandi algjörlega veirufríu heldur að lágmarka þá áhættu sem af veirunni stafar.

Frá því landmærin voru opnuð þann 15. júní hafa um 95 þúsund farþegar komið til landsins og sýni hafa verið tekin frá 62 þúsund einstaklingum.  Af þeim 25 einstaklingum em greinst hafa við smit við landamærin eru tíu búsettir á Íslandi en hinir koma frá löndum sem flokkast sem áhættusvæði, nema tveir frá Danmörku. Fá smit hafa orðið út frá þeim sem greinst hafa á landamærunum.

Frá 15. júní  hafa 50 einstaklingar greinst með veiruna innanlands og flest verið rakin til einstaklinga sem koma hingað, íslenskra eða erlendra ferðamanna. Flest smitin tilheyra tveimur stofnum af veirunni sem náð hafa að dreifa sér innanlands.

Líkt og fram hefur komið þá greindust ellefu innanlandssmit hér á landi síðasta sólarhringinn. Þar af voru aðeins tveir í sóttkví.

Einn einstaklingur liggur inni á Landspítalanum en hann er ekki alvarlega veikur.

50  manns eru nú í einangrun, og hafa ekki verið fleiri siðan 2.maí síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“