fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Skylt að bera andlitsgrímur í strætó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 15:30

Strætisvagn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með hádegi á morgun, föstudeginum 31. júlí, verður innleidd andlitsgrímuskylda fyrir alla farþega Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Grímuskyldan er hluti af hertum aðgerðum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Börn sem fædd eru árið 2005 eða síðar þurfa ekki að bera grímu.

Í tilkynningu frá Strætó segir að viðskiptavinir séu ábyrgir fyrir því að útvega sér eigin andlitsgrímur og bera þær í strætó.

Viðskiptavinir eru hvattir til þess að kaupa strætókort eða miða í netverslun Strætó og notfæra sér fría heimsendingu.

„Við minnum alla viðskiptavini á handþvott og ferðast ekki með Strætó ef grunur leikur á smiti. Við erum öll almannavarnir,“ segir í tilkynningu frá strætó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“