fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Segir að samkomubann verði hert og tveggja metra reglan innleidd á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 07:50

Þríeykið. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnir í dag margþættar aðgerðir til varnar frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Þessar aðgerðir eru byggðar á tillögum sóttvarnalæknis. Tillögurnar hafa ekki enn verið kynntar opinberlega en Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að samkomubann verði hert enn frekar og að tveggja metra reglan verði tekin upp á nýjan leik.

Ef þessar aðgerðir verða að veruleika getur það haft töluvert áhrif á fyrirhugaðar samkomur um verslunarmannahelgina.

Morgunblaðið hefur eftir Skarphéðni Steinarssyni, ferðamálastjóra, að útbreiðsla veirunnar í Suður-Evrópu geti haft áhrif á eftirspurn eftir ferðum hingað til lands. Ferðamálastofa hefur áður áætlað að um 63 þúsund erlendir ferðamenn kæmu hingað til lands í ágúst en það er um fjórðungur þess fjölda sem kom á sama tíma á síðasta ári.

Smitum hefur fjölgað að undanförnu á Spáni og eru ferðamenn varaðir við að fara þangað. Skarphéðinn sagði að enn væri of snemmt að segja til um áhrif þessarar þróunar og því hafi Ferðamálastofa ekki enn endurskoðað spá sína. Það liggi þó fyrir að takmarkanir á samkomum, vegna veirunnar, geti haft áhrif á ferðamynstur.

„Það mun hafa áhrif en við þyrftum að leggjast yfir tölurnar til að skera úr um möguleg áhrif.“

 Er haft eftir honum. Hann sagði að minni líkur séu nú á að spáin gangi eftir því Ferðamálastofa leggur flugframboð og líklega samsetning ferðamanna til grundvallar henni.

„Maður reiknaði með að löndin myndu halda áfram að opnast en nú er spurning hvort sú forsenda sé í uppnámi. Hún er það sennilega.“

Sagði Skarphéðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar