fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Hundasamfélagið á Íslandi klofið – „Mætti halda að mamma hafi hreinlega sprautað sig með heróíni á meðan hún gekk með mig“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 12:19

Þessir félagar eru franskir bolabítar, rétt eins og hún Zoe sem eigandinn skrifar um í Hundasamfélaginu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni birtist færsla á Facebook-hópnum Hundasamfélagið sem að vakti mikla athygli og reiði. Umrædd færsla varðaði hunda sem koma frá hundaræktuninni í Dalsmynni, sem lengi hefur verið umdeild. Færslan var skrifuð af eiganda hundsins Zoe sem sagði að fólk ætti ekki að vera með fordóma fyrir því hvaðan hundar koma.

„Ég heiti Zoe og er 2 ára og ég er frá Dalsmynni. Ég er sem sagt annars flokks hundur og verð að lifa með því eða svo segir hundasamfélagið. Það mætti halda að mamma hafi hreinlega sprautað sig með heróíni á meðan hún gekk með mig.  Við verðum fyrir fordómum í hvert sinn sem spurt er hvaðan ég sé. (Af hverju kemur líka bara öllum það við?)

Í fyrstu gæludýrabúða ferðinni minni var konan í búðinni svo sjúk í mig, sagði að hún hefði aldrei séð svona fallegan franskan bolabít, það breyttist hratt þegar hún spurði hvaðan ég væri… omg konan gjörsamlega hrökklaðist aftur á bak eins og ég væri vírus og gaf fjölskyldunni (þar á meðal 2 börn) hennar skoðun á mér og nýju fjölskyldunni minni. Við auðvitað versluðum ekki þar og höfum aldrei stigið fæti þar inn aftur.

Það væri yndislegt ef fólk gæti skilið að fjölskyldan mín elskar mig alveg jafn mikið og þið elskið fyrsta flokks hundinn ykkar og þau eru hrikalega montin með mig, ekki að ég vilji monta mig neitt en ég er fullkomlega heilsuhraust og hafa allir dýralæknar sagt að ég sé fullkomin. Þau eru pottþétt ekkert að fara að skila mér, þó svo að einhver segir þeim hversu ógeðsleg þau séu fyrir að hafa valið mig inn í fjölskylduna sína. Plís getur fólk sýnt virðingu og bara aðlagast því að sumir hundar koma frá Dalsmynni.

Það væri mun skynsamlegra að snúa sér að Dalsmynni og kanna aðstæður og vinna að því að kerfið sjái til þess að ekki sé verið að níðast á neinum. Hættið að níðast á einstaklingum sem þegar eiga þessa fallegu ferfætlinga sem þeir elska meira en Lífið.“

Umrædd færsla er nú komin með meira en þúsund læk eða önnur viðbrögð innan hópsins og þá hafa meira en 300 ummæli verið látin falla henni að neðan. Fólk virðist hafa mjög skiptar skoðanir á málinu, annars vegar vill fólk meina að uppruni hunda eigi ekki að skipta máli, og hins vegar segir fólk að hundaræktunin í Dalsmynni hafi stundað dýraníð.

„Þornað hland, saur á gólfum og óhreinindi á veggjum“

Einhverjir í athugasemdakerfinu vitnuðu í skýrslu MAST frá árinu 2018. Þar var fullyrt um hund sárkvalinn af tannpínu, auk þess sem saur, hland og myglað fóður væri á gólfi hundanna. Í skýrslunni segir:

„Þrátt fyrir það var víða þornað hland, saur á gólfum og óhreinindi á veggjum stíanna. Matardallar voru mjög óhreinir að utan af saur. Auk þess var gólf á gangi óhreint þegar komið er inn í hundahúsin. Núverandi framkvæmd þrifa og sótthreinsunar er ekki fullnægjandi m.t.t. ormasmits sem greinst hefur á búinu.“

Margir segjast ekki hafa neitt á móti sjálfum hundunum frá Dalsmynni, en að það sé rangt að styðja við ræktunina þar.

„Ég hef aldrei nokkurn tíma heyrt neinn tala illa um hundana þaðan eða sett út á þá. Það er Dalsmynni sjálft. „Ræktandinn“. Meðferðin. Aðstaðan. Skortur á úrræðum til að koma í veg fyrir klárt (og sannað) dýraníð. Hvernig er hægt að taka þessu sem árás á sig sjálfan eða hundinn? Rosalega fallegur hundur. Það væri náttúrulega mjög ólíklegt að hver einasti hundur kæmi skaðaður eða veikur frá staðnum. Enda á sér þar stað fjöldaframleiðsla. Ekki það, þeir veiku eru allt of margir, elsku greyin.“

Þá segja aðrir frá hundunum sem þeir hafa átt eða eiga frá Dalsmynni. Sumir segja að þeir hafi verið heilsuhraustir og að þau hafi fundið fyrir sömu fordómum. Aðrir greina þó frá því að það hundar frá Dalsmynni séu ávísun á leiðindi og sorg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini