fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Gísli Rúnar er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þjóðþekkti leikari, grínisti, handritshöfundur og þýðandi, Gísli Rúnar Jónsson, er látinn. Gísli Rúnar vakti líklega fyrst athygli sem annar leikaranna í grínþáttunum Kaffibrúsakarlarnir frá fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Einnig grínaðist hann með Halla og Ladda á metsöluplötu þeirra „Látum sem ekkert C“.

Gísli var þekktur leikari og lék í fjölmörgum kvikmyndum, meðal annars hinni sígildu gamanmynd „Stella í orlofi“, þar sem hann gerði persónu Antons  Einnig var hann atkvæðamikill leikhúsmaður en síðast en ekki síst var hann öflugur þýðandi, ekki síst á leikverkum.

Greint er frá láti Gísla Rúnars á Vísir.is og þar kemur fram að fjölskylda hans hafi sent frá sér tilkynningu, þar sem segir að Gísli hafi látist á heimili sínu í gær. Hann var 67 ára gamall.

Sem handritshöfundur, leikari og leikstjóri kom Gísli að gerð margra Áramótaskaupa auk gamanþáttanna „Fastir liðir eins og venjulega“ og Heilsubælið í Gervahverfi.

Nýjast kvikmyndaverkefni sem Gísli Rúnar tók þátt í var kvikmyndin „Amma Hófí“ þar sem hann leikur lítið hlutverk en myndin var frumsýnd í þessum mánuði.

Nánar má lesa um feril Gísla Rúnars á vefnum Klapptré.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga