fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Kvenkyns karakter úr skáldverki eftir Hemingway eða pottaplanta?

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 27. júlí 2020 21:00

https://www.pexels.com/photo/crop-woman-taking-care-of-plant-4132369/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Audrey Burges hjá McSweeney‘s vefmiðlinum tók sig til um daginn og bar saman dæmigerðan kvenkarakter upp úr bókum Hemingways og pottaplöntuna sína. Samanburðurinn er hreint út sagt stórkostlegur og sýnir á skemmtilegan máta hversu „vel“ Hemingway skrifaði um konur og hversu „vel“ Audrey kann að sjá um plöntuna sína. Þetta segir auðvitað fátt um gæði ritverka Earnest Hemingway, enda dáður af mörgum í bókmenntaheiminum, þrátt fyrir vankanta sína í skrifum um konur.

 

  1. Hægt er að lýsa henni sem „grannvaxinni“. (e. Could be described as “willowy”.)

 

  1. Nærist sjaldan, en er þó ósjaldan umkringd góðgæti sem margir tengja sterklega við fullnægingu. (e. Rarely nourished, though often surrounded by food described with a passion reserved, by some, for orgasms.)

 

  1. Algerlega laus við innra líf. (e. Wholly lacking interior life.)

 

  1. Sneiðir hjá vökva í ófyrirsjáanlegan og síbreytilegan tíma áður en hún drekkur hvíklík ósköp uns hún fellur í óvit. (e. Forgoes liquid for some unpredictable, constantly-varying length of time before drinking great volumes until falling over.)

 

  1. Að jafnaði er talað niður til hennar auk þess sem hún tjáir sig ekki. (e. Generally talked down to and does not talk.)

 

  1. Ef hún talar þá orsakar það viðbrögð eins og: „Hvað í ósköpunum veldur því að þú sért tala núna?“ til „Hef ég drukkið nægilega mikið til þess að verða fyrir skynvillu?“ (e. If talking, causes reactions ranging from “How in hell’s name are you talking right now?“ to “Have I drunk to the point of hallucination?”)

 

  1. Birtir upp skotið en má algerlega skipta út fyrir hvern sem er annan og auðvelt að bæta upp. (e. Brightens the corner but is completely interchangeable with others, as well as easily replaced.)

 

  1. Líklegri til þess að doka við ef væntingum er haldið í lágmarki. (e. More likely to stick around if expectations are kept low.)

 

  1. Ófær um að sýna ást eða aðrar ósviknar tilfinningar. (e. Incapable of demonstrating love or any genuine feeling.)

 

  1. Nöfn eru allt frá því að vera flatneskjuleg og hversdagsleg (María, Fjóla) yfir í að vera framandleg (Flóra, Hjarðlilja). (e. Names range from banal and pedestrian (Mary, Fern) to ruinously exotic (Pilar, Amaryllis).)

 

  1. Sátt við að vera sett á stall. (e. Content with position on a pedestal.)

 

  1. Skreytir sig með blómum þegar hún kemst í hita og ljós. (e. Wears flowers when exposed to heat and light.)

 

  1. Er reglulega útskýrð af karlmönnum sem eru vissir um að þeir geti hjálpað mér að skilja næstum því jafnmikið og þeir vita. (e. Routinely explained by men who are certain that they can help me understand almost as much as they do.)

 

  1. Verður ljót þegar hún er vökvuð með víni eða viskíu. (e. Gets ugly when hydrated by wine or whiskey.)

 

  1. Er mögulega bara myndlíking fyrir þrá. (e. May just be a metaphor for longing.)

 

  1. Er líklega viðfangsefni einhvers. (e. Probably the subject of someone’s dissertation.)

 

  1. Ólíkleg til þess að róta sig á þessum rykuga og einmanalega stað. (e. Unlikely to set deep roots in this place of dust and solitude.)

 

  1. Það er næstum bókað að hún muni visna upp á meðan hún er enn í blóma lífsins. (e. Almost certain to wither away while still in the bloom of youth.)

 

  1. Er í augnablikinu morandi í kögurvængjum. (e. Currently infested with thrips.)

 

  1. Hefur, þó undarlegt megi virðast sérlega gaman að kjaftæði. (e. Surprisingly fond of bullshit.)

 

Kvenkyns persóna úr smiðju Hemingway: 1-18, 20

Pottablómið hennar Audrey: 1-20

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umdeildur þingmaður virtist fagna andláti páfa

Umdeildur þingmaður virtist fagna andláti páfa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Í gær

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni