fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Drífa Snædal: Búið að „neutralisera“ Vinstri græn

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 24. júlí 2020 07:00

Drífa Snædal Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur alla tíð brunnið fyrir verkalýðsbaráttunni og segir hana vera mest spennandi pólitíkina. Hún segir Íslendinga standa í mikilli þakkarskuld við það erlenda verkafólk sem hefur komið hingað til að hjálpa okkur að snúa hjólum atvinnulífsins. Drífa er í forsíðuviðtali í nýju helgarblaði DV.

Drífa Snædal hafði verið í Vinstri grænum í 18 ár, verið varaþingmaður og framkvæmdastjóri flokksins, þegar hún sagði sig úr honum eftir síðustu alþingiskosningar og sagði ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum „eins og að éta skít“. Hún er enn mjög sátt við þá ákvörðun. „Já, ég er sátt og get í fullri hreinskilni sagt að ég veit ekki hvað ég mun kjósa í næstu alþingiskosningum. Mér finnst alvarleg pólitísk staða að vera ekki með neinn róttækan vinstri flokk sem getur togað pólitíkina til vinstri. Það er búið að „neutralisera“ Vinstri græn að einhverju leyti með því að flokkurinn sé í ríkisstjórn. Þar er verið að gera ýmsar málamiðlanir sem maður sér ekki á yfirborðinu. Það á aldrei að vanmeta stjórnarandstöðuflokka sem geta dregið umræðuna í rétta átt. Mér finnst stjórnarandstaðan á þingi nú heldur ekki vera beysin. Mér líður vel að vera utan flokka,“ segir hún.

Reglulega kemur upp umræða um hvort verkalýðshreyfingin ætti ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk en Drífa er ekki á þeirri línu. „Af þeirri einföldu ástæðu að ég veit hvernig flokkapólitík getur farið með fólk og farið með samstöðu. Ég held að slíkt myndi draga úr samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Auðvitað eru margir innan hreyfingarinnar flokksbundnir hinum ýmsu flokkum og það þarf ekkert að vera verra.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta DV.

Saga smálánafyrirtækja spannar aðeins rúman áratug en er æði skrautleg. Tilraun- um ríkisins til að koma böndum á starfsemina er svarað með klækjabrögðum. Smá- lán standa enn til boða í dag, þótt okurvextirnir í upphafi séu vissulega horfnir. Farið er yfir ævintýralega sögu smálána á Íslandi í blaðinu en það nýjasta er skráð til húsa á sama stað og DV.

Blaðamaður DV var sendur í súkkulaðinudd þar sem hann var nuddaður upp úr súkkulaðimassa og kókosolíu. Við bókun gleymdist að taka fram að gestur ætti að koma með sundföt og handklæði og fékk blaðamaður því pappírsnærbuxum úthlutað til að klæðast í nuddinu. Allt um súkkulaðinuddið í nýjasta blaðinu.

Pistlahöfundurinn Björn Jón Bragason heldur áfram yfirferð sinni um framboðsmál flokkanna vegna alþingiskosninga á næsta ári. Hann tekur nú fyrir Vinstri græn og Samfylkinguna.

Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni og fastir liðir á sínum stað, svo sem Tímavélin, Á ferð um landið, krossgátan, stjörnuspáin, Eldað með Unu og fjölskylduhornið.

Einfalt er að gerast áskrifandi með þvi að smella hér. 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt