Halldóra K. Thoroddsen rithöfundur er látin sjötug að aldri. Hún fæddist í Reykjavík árið 1950. Halldóra hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bók sína „Tvöfalt gler“ árið 2016. Hún hlaut einnig verðlaun Evrópusambandsins árið 2017 fyrir sömu bók. Halldóra lést 18. júlí.
Halldóra nam við sálfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Hún útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 1978. Halldóra nam einnig við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist árið 1985.
Halldóra hefur starfað meðal annars við kennslu, útlitsteiknun á dagblaði, í Menntamálaráðuneytinu og við dagskrárgerð í útvarpi. Halldóra hefur gefið út ljóðabækur, örsögusafn, smásögusafn og skáldsögu.
Eftirlifandi eiginmaður Halldóru er leikarinn Eggert Þorleifsson.