fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Herjólfur siglir þrátt fyrir verkfall

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 20. júlí 2020 08:45

Herjólfur III. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirmenn á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi, sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands, hefja sína þriðju vinnustöðvun í mánuðinum á morgun. Vinnustöðvunin mun standa yfir í þrjá daga, 21.-23. júlí.

Þrátt fyrir verkfallsaðgerðir mun Herjólfur III sigla fjórar ferðir á milli lands og Eyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Þar segir að framkvæmdastjórn Herjólfs ohf. telji að tryggja þurfi með óyggjandi hætti öruggar samgöngur milli Vestmannaeyja og lands enda sé þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu. „Greiðar og öruggar samgöngur eru forsenda lífsgæða sem allir landsmenn gera kröfur til,“ segir í tilkynningunni.

Þeir undirmenn sem munu vera í áhöfn á meðan á verkfalli stendur koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagi Íslands. Ekki verður boðið upp á þjónustu í kaffiteríu ferjunnar.

Verkfallið snýst meðal annars um vinnu- og vaktafyrirkomulag.

Hér má sjá tilkynningu Herjólfs.

https://www.facebook.com/herjolfurvestmannaeyjar/posts/782275699184810

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Í gær

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“