fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Búast við auknu álagi í Kvennaathvarfinu í haust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, býst við að ásókn í þjónustu athvarfsins muni aukast í vetur. Ástæðan er að konur tilkynna oft ekki strax um ofbeldi og því geti heimilisofbeldismál, sem hafa komið upp í kórónuveirufaraldrinum, enn átt eftir að koma upp á yfirborðið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að einnig geti fjárhagsþrengingar vegna faraldursins farið að segja til sín í haust þegar uppsagnarfrestur, þeirra sem sagt hefur verið upp, tekur enda.

„Kórónuveirufaraldurinn er nokkuð sem við reiknuðum með að myndi ganga yfir, en síðan tekur lífið við og þá getur komið á daginn að ofbeldið á heimilinu er ekki tímabil.“

Hefur Morgunblaðið eftir Sigþrúði.

Á fyrri helmingi ársins dvöldu fleiri í Kvennaathvarfinu og viðtöl voru fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Frá janúar til júlí á þessu ári dvöldu 80 konur þar en voru 74 í fyrra. 180 konur komu í viðtöl en voru 145 í fyrra. Haft er eftir Sigþrúði að aðsóknin hafi aukist í maí en verið sama í júní og í júní á síðasta ári.

„Það er erfitt að segja að þessi aukning sé vegna kórónuveirufaraldursins. Við búumst frekar við auknu álagi í haust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt