Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að einnig geti fjárhagsþrengingar vegna faraldursins farið að segja til sín í haust þegar uppsagnarfrestur, þeirra sem sagt hefur verið upp, tekur enda.
„Kórónuveirufaraldurinn er nokkuð sem við reiknuðum með að myndi ganga yfir, en síðan tekur lífið við og þá getur komið á daginn að ofbeldið á heimilinu er ekki tímabil.“
Hefur Morgunblaðið eftir Sigþrúði.
Á fyrri helmingi ársins dvöldu fleiri í Kvennaathvarfinu og viðtöl voru fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Frá janúar til júlí á þessu ári dvöldu 80 konur þar en voru 74 í fyrra. 180 konur komu í viðtöl en voru 145 í fyrra. Haft er eftir Sigþrúði að aðsóknin hafi aukist í maí en verið sama í júní og í júní á síðasta ári.
„Það er erfitt að segja að þessi aukning sé vegna kórónuveirufaraldursins. Við búumst frekar við auknu álagi í haust.“