Andlát af völdum COVID-19 á heimsvísu eru orðin rúmlega 600.000. Samkvæmt opinberum tölum hafa flestir látið lífið í Bandaríkjunum, 142.881 einstaklingur. Þar í landi hafa rúmlega 3,8 milljónir greinst með veiruna.
Í Brasilíu hafa næst flestir í heiminum látið lífið af völdum Covid-19, 78.817 einstaklingar. Í þriðja sæti yfir flest dauðföll er Bretland, á eftir þeim kemur Mexíkó og Ítalía er með fimmtu flest dauðsföllin. Mikil aukning er á nýjum smitum í Mexíkó og Rússlandi.
Á Íslandi eru nú fimm manns í einangrun vegna Covid-19. Fjöldi fólks í sóttkví er 90. Í heildina hafa 1.922 greinst með Covid-19 smit á Íslandi.