Mörg mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu segir að sex einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu. Tilkynningar um samkvæmishávaða voru 21 talsins.
Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Mældist bíll hans á 159 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.
Tilkynningar bárust einnig um nágrannaerjur, líkamsárás, umferðaróhapp, þjófnað og tilraun til innbrots.