Jarðskjálfti að stærðinni 4,7 varð um 10 km norð-norðvestur af Gjögurtá, ysta nesi Flateyjarskaga. Skjálftans varð vart í Ólafsfirði, á Hofsósi, Dalvík og Húsavík. Um 40 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.