fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Gasljóstrun: „Þú aðlagar þig í raun að kvalara þínum“

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 19. júlí 2020 16:30

mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi frásögn birtist í helgarblaði DV og er hluti af stærri umfjöllun blaðsins um gasljóstrun og beitingu andlegs ofbeldis.

Sjá nánar: Gasljóstrun: Sálarmorð með litlum líkum á sakfellingu

Íslensk 32 ára kona segist ekki hafa áttað sig á hvað gaslýsing, narsissisti eða siðblinda væri fyrr en hún sleit ástarsambandi við mann fyrir nokkrum árum og upplifði í kjölfarið mikla óraunveruleika tilfinningu. „Ég hafði vingast við hann á samfélagsmiðlum og hann minnti reglulega á sig með því að setja „like“ á myndirnar mínar. Mér fannst hann sætur og sjarmerandi. Svo einn daginn sendi hann mér skilaboð – hrósaði mér og úr varð samtal.

Við fórum í kjölfarið á stefnumót og frá fyrsta stefnumóti byrjaði rússíbaninn. Hann var svo heillandi, vel að máli farinn – setti sig vel inn í öll mín mál strax og bara varð þarna strax eins og klettur. Við fórum strax í að vera í samskiptum allan daginn alla daga. Hann sagði mér fljótt að hann væri orðinn ástfanginn – ég væri svo sérstök – hann hefði aldrei upplifað svona sterkar tilfinningar strax og ég kolféll. Ég hélt eftir þrjár vikur að ég væri búinn að hitta framtíðar manninn minn. Hann var algjör draumaprins. Alltaf með réttu ráðin ef eitthvað bjátaði, alltaf til staðar og vafði mig örmum og hrósaði öllu í fari mínu.

Allt í einu breyttist allt

Svo allt í einu – eins og hendi væri veifað – breyttist allt. Ég, sem hélt að draumaprinsinn minn væri þarna – varð óörugg, hrædd því allt í einu breyttist hegðun hans. Það er ótrúlega erfitt að lýsa svona ferli. Því fyrir marga, sem ekki hafa lent í svona aðstæðum, hljómar þetta bara eins og of tilfinningarík kona – sem kannski hefði átt að átta sig á að ást verður ekki til á einni nóttu.

Svo dró hann sig til baka – sagðist ekki vera viss – smám saman fór ég að reyna að finna aftur manninn sem var svo mikill prins. Hann var fljótur að benda mér á að ég væri ýkt í tilfinningum. Ýkt og yfirdrifin í viðbrögðum – þyrfti aðeins að hætta að vera svona á útopnu alltaf. Ég fór því í að reyna að laga mig – leita leiða til að vera ekki svona tilfinningarík. Skilja af hverju ég brást svona við.

Ef ég hefði verið betri – hagað mér betur – þá væri hann enn þessi ást – þessi draumaprins. Ég reyndi allt. Hann náði fljótt að telja mér trú um að ég væri vandamálið. Hann gæti bara ekki treyst mér. Svo kom hitinn og kuldinn í kjölfarið. Hann hrósaði mér og sagðist sakna mín – en samt gæti hann ekki verið með mér. Hann hætti að svara strax, lét mig bíða og „haga mér“ – en sendi mér samt á endanum skilaboð.

Hætti að treyst á sig

Ég reyndi að hætta í þessum samskiptum – fara. Þá steig hann sterkur inn. Ég var bara eins og fiskur í neti. Stundum var mér sleppt í smá stund – en var alltaf fönguð aftur um leið og ég sýndi merki um frelsi. Það sem ég vissi samt ekki þá, er að hann var með margar aðrar konur í sama neti.

Smám saman fór ég meira og meira inn í mig, ég treysti ekki á eigin innsæi í samskiptum, fannst ég ekki kunna að setja eðlileg mörk og bara vissi ekki hvernig hægt var að vera svona ástfangin en svo slökkva á tilfinningum á einni nóttu. Það var svo þegar ég losnaði úr netinu að ég fór að lesa mér til um gaslýsingu – að ég fór að skilja. Ég gjörsamlega fraus þegar ég áttaði mig á að allt var lygi. Þetta er í raun bara leikur. En jafnvel þannig leikur að manneskjan sem á leikinn – áttar sig ekki á því sjálf að hún sé svona.

Það varð svo þegar að ég fór að tala við aðrar konur, sem ég vissi að höfðu verið með honum, að við áttuðum okkur á hvað við höfðum upplifað. Hann notaði allar sömu setningar, sömu tæknina á okkur með orðum. Varð ástfanginn eftir fyrsta stefnumót – svo kom hitinn og kuldinn – ástin og fjandsemin.

Ég var föst með honum í nokkur ár. Eftir að ég losnaði sögðu margar konur við mig – ég vildi að við hefðum talað saman fyrr. Maður bara þorir því ekki – því þá lítur maður út fyrir að vera þessi klikkaða fyrrverandi.

Trúir því að þú sért vandamálið

Í svona gaslýsingu trúir þú líka svo að þú sért vandamálið – og áttar þig á þegar það er kominn nýr fiskur í netið að þú varst einskis virði. Sem margir segja „iss ekki láta þetta á þig fá“ – þetta er bara flóknara en svo. Þú færð bara visst Stokkhólmsheilkenni, heldur að ef þú lagir þig – þá verði allt allt í lagi – eins og það var í upphafi – þú í raun aðlagar þig að kvalara þínum.

Það þarf sterk bein til að slíta sig lausa og sjá virði sitt aftur – eftir mörg ár í samskiptum sem þessum. Sjá að þetta er óeðlilegt og læra að svona darraðardans og þessi óvenjusterka ást frá mínútu eitt er í raun ekki sönn og kannski ekki til og að normið liggur ekki í bíómyndinni og blossanum.

DV bendir á að leiki minnsti vafa á að þær séu beittar ofbeldi má hringja í Kvennaathvarfið í síma 561 1205. Kvennaathvarfið tekur einnig á móti símtölum frá karlmönnum og hefur veitt viðtöl í Bjarkarhlíð en Bjarkarhlíð tekur á móti fólki af öllum kynjum 18 ára og eldri.

Þessi frétt birtist fyrst í nýjasta helgarblaði DV. Fyrir frekar upplýsingar um áskrift að DV má senda póst á askrift@dv.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“