Nokkur verkefni komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Lögregla sinnti fjölda umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu. Þar á meðal var einn stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annar undir áhrifum fíkniefna. Eru mál þeirra í rannsókn.
Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í nótt. Var hann stöðvaður við ofsaakstur í miðborginni. Bifreið hans mældist á 165 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst.
Eftir að skemmtistaðir lokuðu klukkan 23:00 bárust lögreglu kvartanir vegna gleðskaparhávaða víðs vegar um borgina. Kvartanir bárust það sem eftir lifði nætur.