fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Simma finnst að skemmtistaðir ættu að loka fyrr – „Hvergi í heim­in­um tíðkast eins lang­ur af­greiðslu­tími og er í gildi á Íslandi“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 18. júlí 2020 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tíma kórónuveirunnar þá tíðkaðist það að skemmtistaðir væru opnir fram á nótt en yfirleitt lokuðu staðirnir í bænum um klukkan 4 að morgni. Sigmar Vilhjálmsssonu, athafna- og veitingamaður, vill ekki að skemmtanahaldið fari aftur í sama horf.

„Ég held að það sé dauðafæri á því núna að opna umræðuna um þetta mál,“ segir Sigmar í samtali við Morgunblaðið um málið. „Það er hægt að böl­sót­ast út í kór­ónu­veiruna út af mörgu. En það sem er já­kvætt við hana er þesssi breyt­ing á skemmt­ana­menn­ing­unni hér á landi, þar sem við erum far­in að fara fyrr út að skemmta okk­ur en áður.“

Síðan skemmtistaðir voru opnaðir aftur þá hafa þeir ekki verið opnir lengur en til kl 23 á kvöldin. „Ég held að það sé ekki vit­laust fyr­ir okk­ur sem sam­fé­lag að sæta nú fær­is og stytta al­mennt af­greiðslu­tíma skemmti­staða. Þannig gætu leyfi sem gera ráð fyr­ir því að hægt sé að hafa opið til klukk­an fimm um morg­un­inn, færst til klukk­an þrjú, og þau leyfi sem gera ráð fyr­ir að opið sé til klukk­an þrjú, myndu gilda til klukk­an eitt í staðinn.“

„Ég held að það sé dauðafæri á því núna að opna umræðuna“

Um aldamótin var opnunartíma skemmtistaða breytt en fyrir það máttu staðir ekki vera opnir lengur en til klukkan 3 á nóttunni. Fyrir aldamótin tíðkaðist mikil hópamyndun á stöðum eins og Lækjartorgi eftir að stöðum var lokað. Með lengingunni á opnunartímanum fækkaði vandamálum vegna hópamyndunarinnar. Sigmar segir að nú séum við að sjá svipuð tilvik með hópamyndun eins og fyrir aldamótin. „Það er álag á lög­regl­unni eft­ir klukk­an ell­efu. Þá flyt­ur fólk sig í heimahús og held­ur áfram að skemmta sér þar með til­heyr­andi erfiðleik­um.“

Sigmar bendir á að styttri opnunartími gæti skilað sér til neytenda þar sem verð gætu lækkað á stöðunum. Þá vill Sigmar líka meina að þetta gæti verið hagvæmt fyrir hagvöxtinn. „Ef fólk skemmt­ir sér ekki langt fram und­ir morg­un, þá vakn­ar það fyrr dag­inn eft­ir skemmt­ana­hald og er virk­ara í sam­fé­lag­inu þann dag­inn. Þótt ég sé ekki mikið fyr­ir for­sjár­hyggju tel ég að þetta sé mjög verðugt umræðuefni.“

Samkvæmt Sigmari eru kollegar hans í bransanum sammála um málið. „Ég held að flest­ir geti verið sam­mála um kost­ina við stytt­ingu af­greiðslu­tím­ans. Við vor­um neydd út í að hafa styttri af­greiðslu­tíma út af heims­far­aldri og svo reyn­ast all­ir vera bara sátt­ir. Ég held að það sé dauðafæri á því núna að opna umræðuna um þetta mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin