fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Segist ekki bera ábyrgð á því sem á sér stað í herberginu – „Ég er ekki að gera eins og Jeffery Epstein“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 18. júlí 2020 19:00

Skjáskot af sexroom.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konráð Haraldsson segist meira en tilbúin að takast á við gagnrýni sem mikið umrætt kynlífsherbergi gæti fengið. Konráð er einn eiganda og umsjónarmaður kynlífsherbergisins sem að fjölmiðlar hafa mikið fjallað um í vikunni, en það hefur nú hafið þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Umrætt herbergi er hægt að panta á síðunni sexroom.is.

Sjá einnig: Kynlífsherbergi í Reykjavík – Þú velur klukkan hvað og hversu lengi

Hann segist lengi hafa verið með hugmyndina í kollinum og hafi nú látið drauminn rætast. Um sé að ræða þjónustu sem að Konráði finnst að eigi ekki að vera taboo, heldur sjálfsögð. Hann vonast til þess að geta opnað fleiri kynlífsherbergi í borginni með mismunandi þemum og áherslum. Hann segir þó að grunnurinn verði alltaf sá sami, stórt herbergi, rúm í miðjunni og góð salernisaðstaða með sturtu og vaski.

„Svona kynlífsherbergi hafði lengi verið hugmynd hjá mér og svo vorum við frændurnir alltaf að tala um þetta og langaði að gera þetta að veruleika. Þá fórum við og fundum húsnæði og festum kaup á því,“

Konráð segir að rekstur kynlífsherbergisins hafi gengið mjög vel til þessa, þó að það hafi opnað í miðjum heimsfaraldri.

„Þetta er ekkert HIV herbergi“

„Ég bjóst alveg við því að fá gagnrýni og ég er alveg tilbúinn í það. Svo verður maður alveg var við fáfræði. Þetta er ekkert HIV herbergi, maður hefur verið að heyra eitthvað þannig. Það er allt þrifið. Það er allt gert til að halda þessu professional, sem þetta er og mun verða. Hreinlæti er númer eitt tvö og þrjú. Það má segja allt um þetta, en aldrei verður hægt að setja út á hreinlæti og svo túnað. Það er hægt að treysta á það,“

segir Konráð og fullyrðir að í herberginu verði alltaf allt mjög snyrtilegt og hreint. Hann segir að viðskiptavinir hafi hingað til verið mjög ánægðir með umgengnina.

„Ég er ekki að gera eins og Jeffery Epstein“

Konráð lýsir einnig þeirri gagnrýni sem herbergið hefur fengið á sig. Hann segist lofa því að ekki verði fylgst með fólki sem fari í herbergið, hvorki með myndavélum eða öðrum búnaði.

„Það er verið að spyrja mjög mikið hvort ég sé með myndavélar og allt þetta dæmi, en málið er að ég er ekki í þessum bransa fyrir það. Mér finnst þetta bara gaman, mér finnst þetta bara vanta. Ég á erfitt með að lýsa þessu en ég er ekki að gera eins og Jeffery Epstein. Hann var bara að gera eitthvað sem hann átti ekki að vera að gera.“

Konráð segist í raun koma eins lítið nálægt þessu og hægt er. Það eina er að það kemur einhver að þrífa þegar að tími viðskiptavinarins er búinn.

„Þú kaupir bara klukkutíma, ert þinn klukkutíma og þegar að hann er búinn þá kemur fólk að þrífa. Vonandi þurfið þið ekki einu sinni að hittast.“

„Þetta er nær en fólk heldur“ segir hann, en fullyrðir að nágrannar herbergisins þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur þar sem að rýmið sé vel hljóðeinangrað. „Þetta er það vel einangrað að það heyrist ekki neitt. Ekki neitt. Maður verður aldrei var við þetta,“

Ber ekki ábyrgð á því sem á sér stað í herberginu

Á vefsíðu kynlífsherbergisins eru ýtarlegir skilmálar sem þarf að samþykkja ætli maður að panta sér tíma í því. Konráð segir að þessir skilmálar hefi ekki verið ódýrir og að þeir séu ansi mikilvægir fyrir reksturinn.

„Skilmálarnir eru fyrst og fremst til þess að fría mig. Það er ekki hægt að hanka mig á eitthvað. Ef að þú legir herbergið af mér og kemur með aðra manneskju, þá er ég ekki ábyrgur fyrir því. Ég er bara að fría mig frá öllu. Það fór gríðarlega mikil vinna í þessa skilmála, þetta er ekkert copy–paste af einhverri síðu. Þessir skilmálar kostuðu marga hundraðþúsundkalla, ég get sagt þér það. Það er ekkert ólöglegt við þetta, ég er bara að bjóða upp á þjónustu,“

Hann segir að það sem eigi sér stað í kynlífsherberginu ekki koma sér við, þó að hann muni reyna að koma í veg fyrir að eitthvað ólöglegt eigi sér stað í herberginu.

„Síðan er verið að tala um vændi og framhjáhöld og svoleiðis. Það kemur mér bara ekkert við. Fólk er bara þarna á sínum vegum, búið að samþykkja sína skilmála. Ég mun samt að sjálfsögðu ekki ýta undir vændi og gera allt í mínu valdi til að koma í veg fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg