“Þingflokkur Samfylkingarinnar mótmælir harðlega uppsögnum Icelandair á flugfreyjum og flugþjónum og fordæmir slíkar aðferðir í kjaradeilum. Það er skylda samningsaðila að ná samningum sem báðir aðilar geta fellt sig við.” Þetta kemur fram í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér.
Í tilkynningunni kemur fram að réttur stéttarfélaga til að gera kjarasamninga fyrir hönd sinna félagsmanna er ein undirstaða velferðarsamfélagsins. “Þessu hefur verkalýðshreyfingin náð fram með áralangri baráttu og þær leikreglur ber að virða.”
Þingflokkurinn minnir á að Icelandair nýtur margvíslegrar fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins og ríkisstjórnin hefur hér hlutverki að gegna.