Björt og falleg íbúð er til sölu í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut í Reykjavík. Gott útsýni er úr íbúðinni sem er á fjórðu hæð. Listakonan og ljósmyndarinn Hallgerður Hallgrímsdóttir býr í íbúðinni ásamt manni sínum og dóttur. Hallgerður lærði fatahönnun og hefur meðal annars starfað sem blaðamaður. Hallgerður er dóttir rithöfundarins Hallgríms Helgasonar.
Íbúðin sem um ræðir er tveggja herbergja og 71 fermeter. Húsið var byggt árið 1965.