fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Jóhanna Sigurðardóttir segir Icelandair stinga flugfreyjur í bakið – kúgun, ofbeldi og hótanir

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 18. júlí 2020 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Grimmileg aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands er óskiljanlegur afleikur og mistök,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir í pistli á Facebook síðu sinni. Jóhanna er fyrrverandi forsætisráðherra Íslands en hún var líka formaður Flugfreyjufélags Íslands á sínum tíma. Verkalýðsbarátta hefur alltaf verið Jóhönnu hjartans mál.

Í dag sleit Icelandair samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og öllum flugfreyjum og flugþjónum sagt upp.  Icelandair ætlast ekki til vinnuframlags af þeim nema fram til mánudags. Þá herma heimildir DV að þegar séu hafnar viðræður milli Icelandair og Íslenska flugstéttarfélagsins.

Jóhanna heldur áfram:  „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska. Með því að sniðganga Flugfreyjufélag Íslands er verið að færa verkalýðsbaráttuna meira en öld aftur í tímann þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum. Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för? Við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hefur þá skyldu að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaði sem enginn sér fyrir endann á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni
Fréttir
Í gær

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft