fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Dagsferð á Reykjanesið kemur á óvart – Frábærar hugmyndir

Fókus
Laugardaginn 18. júlí 2020 12:00

Waterworld í Reykjanesbæ er opið í dag frá 9-17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins hálftímaakstur frá höfuðborginni er að finna vel falinn fjársjóð, Reykjanesbæ, þar sem margt er að sjá og gera. Hvort sem þú vilt rifja upp rokksögu Íslands, fara í strandblak eða frisbígolf eða jafnvel sötra ódýran bjór, þá er Reykjanesbær staðurinn.

 

VÍKINGAHEIMAR

Víkingaheimar eru heimili víkingaskipsins Íslendings sem var byggt árið 1996 og er nákvæm eftirlíking Gauksstaðaskipsins sem fannst og var grafið upp árið 1882 við Gauksstaði í Sandefjord. Vísindamenn komust að því að skipið hefði verið smíðað árið 870, fjórum árum áður en Ingólfur Arnarson settist að á Íslandi. Víkingaheimar eru á Fitjum í Ytri-Njarðvík.

 

ÓDÝR BJÓR Á CAFE PETITE

Í húsasundi við Framnesveg í Keflavík má finna ódýrasta bjór bæjarfélagsins. Þar er kaffihúsið Cafe Petite sem býður upp á stóran kranabjór á 650 krónur. Það er að sjálfsögðu einnig hægt að fá sér kaffibolla og kökusneið. Ef þú nennir ekki að sitja og spjalla er nóg afþreying í boði; pool, píla, skák og heilt fjall af borðspilum.

 

 

VILLABORGARI

Heimsókn í Keflavík verður að innihalda einn Villaborgara frá Pylsuvagninum hjá Villa og Ingu, menningarstólpa Reykjanesbæjar í skyndibita. Villaborgarinn er sérstaklega vinsæll. Á honum er tómatsósa, steiktur laukur, hrár laukur, rauðkál, súrar gúrkur, sinnep og remúlaði.

 

SKESSUHELLIR

Skessan fékk eigið heimili í september 2008 og hefur nú aðsetur í Svartahelli við smábátahöfnina í Gróf. Þar hefur Skessan búið sér notalegan helli með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann. Skessan er hugverk Herdísar Egilsdóttur sem ritað hefur fjölda bóka um hana. Börn geta heimsótt Skessuna, heyrt hana hrjóta og prumpa og meira að segja lagst í rúm hennar. Í Skessuhelli er stórt snuddutré og þangað hefur fjöldi barna farið með síðustu snuð sín og gefið Skessunni.

 

VATNAVERÖLD

Ef þú ert á ferð með börn, sérstaklega ung börn, þá er tilvalið að kíkja með þau í sund í Vatnaveröld. Það er rennibraut úti fyrir eldri krakkana en inni er fullkomið svæði fyrir þau yngri. Stór vaðlaug, kastali með tveimur rennibrautum og margt fleira skemmtilegt. Svo eru auðvitað heitir pottar, gufa og ísbað fyrir þá allra hörðustu.

 

 

FRISBÍGOLF VIР RÓMANTÍSKA SVÆÐIÐ

Það er átta brauta frisbígolfvöllur á skemmtilegu svæði við Aðalgötu, á móts við Vatnsholt, í Keflavík. Völlurinn er með stuttum brautum og liggur fram og til baka í fjölbreyttu landslagi.

Mynd: Facebook

 

STRANDBLAK Á PADDY‘S

Ef þú hefur einhvern tíma farið á skrallið í Keflavík þá eru allar líkur á því að þú hafir farið á Paddy‘s.  Paddy‘s Beach Pub, sem hét áður Paddy‘s Irish Pub, er við Hafnargötu 38 í Keflavík. Það er tilvalið að njóta sólarinnar á pallinum þar sem það er nánast alltaf logn eða fara í strandblak með vinunum.

 

ROKKSAFN ÍSLANDS

Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi, allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er einnig að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Samkvæmt vefsíðu Rokksafnsins er ókeypis aðgangur inn á safnið frá 1. júní til 31. ágúst 2020.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir