fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

„Benzó“ faraldur sjáanlegur í dómum héraðsdómstóla – einn á dag sviptur ævilangt

Heimir Hannesson
Laugardaginn 18. júlí 2020 10:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum 30 dögum hafa 44 dómar fallið í héraðsdómstólum landsins um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í þessum 44 dómum voru jafn margir sakborningar dæmdir í samtals 271 mánaða fangelsi, eða um 22 og hálft ár. Tekið skal fram að í flestum tilfellum eru aðrir glæpir samofnir fíkniefnaakstursákæru og því fangelsisdómarnir ekki allir fyrir fíkniefnaaksturinn einan og sér. Miðað við orð sem fallið hafa í nýlegum umræðum um stöðu fangelsa á Íslandi og biðlista eftir afplánun má ætla að fæstir munu nokkru sinni afplána dómana.

31 voru sviptir ökuréttindum sínum ævilangt undanfarinn mánuð, eða einn á hverjum degi mánaðarins. Það er því einn á dag undanfarin mánuð sem misst hefur bílprófið sitt ævilangt. Ríkislögreglustjóri hefur þó heimild til þess að endurveita einstaklingi sem sviptur hefur verið ökuréttindum ævilangt ökuréttindi sín að nýju, en þó ekki fyrr en að svipting hefur staðið í fimm ár. Þeir sem ekki hlutu ævilanga sviptingu hlutu samanlagða 18 ára sviptingu ökuréttinda.

Fíkniefnaakstur algengari en ölvunarakstur

Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir júnímánuð kom fram að fjöldi tilfella aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna helst í stað ef litið er til bæði 6 og 12 mánaða meðaltals og voru tilfellin 76 í júní og 83 í maí. Athygli vekur að fjöldi þeirra brota er umtalsvert fleiri en ölvunarakstursbrota þar sem aðeins áfengi kemur við sögu.

Í dómunum komu svokölluð benzó-lyf við sögu í 20 þeirra. „Benzó“ er stytting á Benzódíazepam, en lyfin hafa verkun gegn svefntruflunum og eru kvíðastillandi. Lyfin eru ávanabindandi og hafa nokkuð margar aukaverkanir svo sem svima, rugli og dettni. Benzódíazepín-lyf trufla aksturshæfni.

Benzó-lyf eru í dag vinsæl meðal langtíma neytenda harðari efna og sérstaklega örfandi efna svo sem kókaíns og amfetamíns. Þykja þau þykja slá á óæskilegar aukaverkafnir slíkra efna. Má þar nefna kvíða, skapsveiflur, óróa og vænisýki. Ganga efnin kaupum og sölu fyrir háar fjárhæðir á svörtum markaði og eru misnotkun þeirra vaxandi vandamál í samfélaginu almennt, samkvæmt fyrri yfirlýsingum Landlæknis og SÁÁ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin