Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, er á mígandi siglingu í netheimum og í gær birti markaðsfyrirtækið Digital Information World fréttir þess efnis að hann hefði skákað sjálfri Instagram-drottningunni Kylie Jenner sem vermdi efsta sætið í fyrra.
Í fyrra var The Rock á sjötta sæti yfir tekjuhæstu stjörnurnar á Instagram en í ár hefur hann meðal annars skotið þeim Kylie, Kim Kardashian og Ariana Grande ref fyrir rass og trónir á toppnum. Og hvað þýðir það? Jú, Kletturinn mokar inn 1.015.000 dölum fyrir hverja færslu. Þið lásuð rétt. Rúma milljón dala á færslu! Eftir að hann setti tekílamerkið sitt Teremana á laggirnar flæðir allt í duldum og óduldum tekílaauglýsingum á síðunni hans. Hann samt af og til inn einni og einni mynd af af góðgætinu sem hann fær sér á svindldögum en meira að segja þá glittir í Teremana flöskur í bakgrunninum.
Listinn yfir tíu tekjuhæstu áhrifavaldana á Instagram:
The Rock – 1.015.000
Kylie Jenner – 986.000
Cristiano Ronaldo – 889.000
Kim Kardashian – 858.000
Ariana Grande – 853.000
Selena Gomez – 848.000
Beyonce – 770..000
Justin Bieber – 747.000
Taylor Swift – 722.000
Neymar – 704.000