fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Rannsóknarréttur nútímans – Eins og sértrúarsöfnuður sem hefur höndlað sannleikann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 08:00

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um rannsóknarrétt nútímans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistli í Fréttablaðinu í dag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um það sem hún kýs að kalla rannsóknarrétt nútímans sem er að hennar sögn nánast eins og sértrúarsöfnuður sem hefur höndlað sannleikann. Pistillinn, sem ber yfirskriftina Refsigleði, hefst á lýsingu á þeim dapurlega refsiglaða samtíma sem við lifum í að mati Kolbrúnar.

„Við lifum í dapurlega refsiglöðum samtíma þar sem stöðugt er verið að leita uppi einstaklinga sem hægt er að saka um eitt og annað misjafnt. Þetta gerist ekki hvað síst á netinu þar sem ríkir áberandi æsingur, óþol og skortur á umburðarlyndi. Því bregst ekki að vandlæting refsiglaðra netverja skellur á með reglulegu millibili. Einhverjum verður eitthvað á að mati þeirra vandlætingarsömu og sá skal svo sannarlega þurfa að standa fyrir máli sínu. Viðkomandi skal dreginn fram í sviðsljósið og niðurlægður opinberlega á svo harkalegan hátt að honum skal líða sem allra verst og helst muna það alla ævi. Rík áhersla er síðan lögð á að viðkomandi iðrist opinberlega og ásaki sjálfan sig harðlega.“

Segir Kolbrún og bendir á að erfitt sé að þola slíkan þrýsting og fordæmingu og því sjái sem ásakaður er oft enga aðra leið „að krjúpa í duftið og kyssa á vöndinn“. Segir Kolbrún að þessi ríka vandlætingar- og refsihneigð samtímans sé mikil hjá þjóðum sem vilja helst af öllu láta kenna sig við tjáningarfrelsi sem virðist þó oft vera ansi takmarkað.

„Einhver segir brandara og er allt í einu orðinn holdgervingur fordóma. Annar skrifar grein og orðalag er þannig að lesið er út úr því að hann fyrirlíti konur. Sá þriðji býr til myndband sem á að vera hylling til lands hans og er þar af leiðandi afgreiddur sem rasisti. Sá fjórði lætur hafa eftir sér að það sé til marks um leti að fólk vilji frekar hlusta á hljóðbækur en lesa bækur og er samstundis sakaður um fordóma í garð blindra. Engu skiptir þótt viðkomandi segi að þetta séu engan veginn þær hugsanir sem hafi legið að baki. Það er búið að ná honum og hann á ekki að eiga sér neina málsvörn.“

Segir hún og víkur síðan að opnu bréf sem 150 þekktir blaðamenn, rithöfundar og fræðimenn skrifuðu nýlega. Í því vöruðu þeir við takmörkunum á opnum rökræðum. Hópurinn harmar einnig hina opinberu smánun og útskúfun sem er orðin ansi áberandi í samfélögum sem eru sögð vera opin, lýðræðisleg og víðsýn.

„Í bréfinu er einnig minnst á hina blindandi siðferðilegu vissu, sem gerir að verkum að svo auðvelt er að benda ásakandi á aðra, afbaka og snúa út úr orðum og fordæma. Það stafar mikil hætta af þessari siðferðilegu vissu vegna þess að hún rúmar hvorki umburðarlyndi né víðsýni. Það er óhuggulegt að verða hvað eftir annað vitni að því þegar einstaklingar sem búa yfir þessari siðferðilegu vissu breyta sér í nútíma rannsóknarrétt sem dæmir og refsar grimmilega. Í refsigleði sinni verður þessu fólki ekki haggað. Eins og sértrúarsöfnuður hefur það höndlað sannleikann. Aðrir skulu gjöra svo vel að átta sig á því og haga sér samkvæmt því – eða hafa verra af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar
Fréttir
Í gær

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði