fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

HipHop-ballið eyðilagt fyrir hundruðum unglinga

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. júlí 2020 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær stóð til að halda Hip Hop ball á vegum Gamanviðburða á Hard Rock í Reykjavík. Ballið átti að vera fyrir nemendur í 8-10. bekk grunnskóla og þar áttu að koma fram tónlistarmennirnir Flóni, Daniil og DJ Baltasar ásamt leynigesti.

Hins vegar varð ekkert úr ballinu því lögreglan skarst í leikinn og rak alla út af Hard Rock áður en nokkur tónlistarmaður hafði stigið á stokk.

Að sögn Gamanviðburða var það vegna þess að leyfi fyrir skemmtuninni var afturkallað skyndilega.

Forsvarsmönnum Gamanviðburða þykir leitt að Hip hop ballið skyldi hafa verið stöðvað fyrr en lagt var upp með, en skýringin á því  er að leyfið var afturkallað að okkur óaðvitandi rétt áður en skemtunin hófst. Við höfum ákveðið að setja upp annan viðburð í ágúst með með en flottara line up.
Allir þeir sem keyptu sér miða á viðburðinn í kvöld  frían miða á viðburðinn í ágúst þar sem við lofum frábærri skemmtun.“

Á Facebook-síðu tónleikanna eru ungmennin þó ekki sátt við þessa afgreiðslu Gamanviðburða. Áður en lögreglan hafi skorist í leikinn hafi ungmennin verið látin bíða tímunum saman úti í rigningunni og síðan hafi ekkert skipulag verið á skemmtuninni þegar inn var komið. Því hafði enginn tónlistarmaður stigið á svið áður en lögreglan kom og rak fólk á dyr. Einnig hafi margir gert sér ferð frá utan af landi til þess eins að mæta á ballið. Þeir aðilar kæra sig margir ekki um að fara á aðra skemmtun í ágúst, heldur vilja fá endurgreitt.  Einn tónleikagesta hafði samband við DV og lýsti yfir miklum vonbrigðum með hvernig rættist úr kvöldinu:

Hip hop ballið var haldið í kvöld á vegum Gaman viðburða. Mörg hundruð unglinga voru mætt þarna búinn að borga 3500 fyrir miðann. Við áttum von á Flóna, Danill, Haka og DJ Baltasar en þegar við vorum búinn að bíða þarna í tvo tíma niðri í kjallara á Hard Rock var okkur hendt út af lögguni og okkur var sagt að eigandinn á Gaman viðburðum væri ekki með leyfi fyrir þessu þá þeir stálu af okkur 3500 og fáum örugglega ekki endurgreitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“