Bæjarblaðið BB greindi frá því fyrir stuttu að grjót og aurskriður hafi fallið ofan við Hlíðarveg á Ísafirði. Hlíðarvegur er efsta gatan í fjallshlíðinni ofan við bæjinn. Gatan er beint ofan við Safnahúsið í bænum.
Miklir vatnavextir hafa fylgt úrhellisúrkomu og roki í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar er enn í gildi og verður til miðnættis í dag, föstudag. Rjúfa þurfti göngubrú þegar Buná flæddi yfir bakka sína og rýma þurfti tjaldsvæðið í Tungudal af þeim sökum. Enn fremur féll aurskriða yfir veginn upp Bolafjall við Bolungarvík og er vegurinn lokaður.
Meðfylgjandi eru vídeómyndir af nýfallinni skriðunni ofan við Ísafjörð teknar af Kristni H. Gunnarssyni, fyrrum Alþingismanni.