fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

ASÍ brýnir klærnar – „möguleiki á samúðarverkföllum“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 17. júlí 2020 15:45

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, formaður Alþýðusambands Íslands, sagði við DV rétt í þessu að framkoma Icelandair við starfsmenn sína væri „ótrúleg ósvífni og vanvirðing gagnvart starfsfólki sínu og launafólki almennt.“ Drífa segir allt koma til greina í kjölfar ákvörðunar Icelandair, þar á meðal samúðarverkföll.

„Icelandir ætlar þarna uppá sitt einsdæmi að þrýsta niður launum og fara beint í félagslegt undirboð,“ segir Drífa. Icelandair verður jafnframt að svara því hvað félagið eigi við með að „semja við einhverja aðra,“ segir hún. Flugfélagið sagði í tilkynningu sinni fyrr í dag að þeir hyggðust semja við annað félag án þess að tilgreina hvaða félag það væri. Sagði í tilkynningunni: „Félagið gerir ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði, um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu.”

Ýmsar aðgerðir á borðinu

Drífa segir ASÍ muni leita allra leiða til að bregðast við þessu. Sagði hún Alþýðusambandið ætla að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir beiti sér gegn ákvörðun Icelandair. Ennfremur mun ASÍ beita sér gegn hverskyns ríkisaðstoð sem kynni að standa Icelandair til boða. „Við munum gera þá kröfu á stjórnvöld um að þeir bakki ekki upp fyrirtæki sem haga sér svona gagnvart launafólki,“ sagði Drífa.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur áður sagst ætla að beita Lífeyrissjóði verslunarmanna í kjarabaráttu sinna félagsmanna og m.a. beitt sér fyrir því að sjóðurinn fjárfesti ekki í félögum sem borga „ofurlaun“ til sinna stjórnenda. Talsvert fjaðrafok varð um þá ákvörðun, enda ljóst að stjórnir lífeyrissjóða eiga að vera sjálfstæðar í sínum fjárfestingaákvörðunum.

Drífa segist ekki muna eftir fordæmi um svona hegðun fyrirtækis gegn starfsfólki sínu og segir að nú komi allt til greina hjá ASÍ, þar á meðal samúðarverkföll, sem fyrr sagði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin