fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Segir borgaryfirvöld fjandskapast út í einkabílinn og sakar Sigurborgu um ofstæki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 10:17

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er furðulegt að fylgjast með árásum skipulagsyfirvalda í Reykjavík á bíleigendur,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, og gagnrýnir harðlega grein sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur skrifaði í Morgunblaðinu í vikunni. Deiluefnið er þróun samgöngumála í borginni, borgarlína og meint aðför að einkabílnum.

Sigurborg sagði að áratugir frekra karla væru liðnir og skrifaði:

„Ára­tug­ir þar sem mönn­um líkt og Davíð Odds­syni og Robert Moses fannst sjálfsagt að fórna öllu fyr­ir hraðbraut­ir eru í dag hluti af fortíðinni. Þetta eru ára­tug­ir þar sem frek­ir karl­ar og ómann­eskju­leg verk­fræði sköpuðu í sam­ein­ingu það bílaum­hverfi sem ein­kenn­ir marg­ar vest­ræn­ar borg­ir. Öllu skyldi fórna fyr­ir einka­bíl­inn, hvort sem um var að ræða fá­tækra­hverfi í New York eða Foss­vogs­dal­inn í Reykja­vík.“

María skrifar grein í Morgunblaðið í dag og segir grein Sigurborgar flokkast undir árás á bíleigendur. María skrifar:

„Bílgreinasambandið hefur ekki lagst gegn eflingu almenningssamgangna en það er undarlegt að verða aftur og aftur vitni að því að skipulagsyfirvöld í Reykjavík telja sig geta beitt öllum meðulum gegn notendum einkabílsins og þannig gengið freklega á rétt þeirra sem hafa valið þann samgöngumáta. Er það hlutverk þeirra? Ættu skipulagsyfirvöld ekki að vera að huga að hagsmunum allra í samfélaginu í stað þess að fjandskapast við þann samgöngumáta sem langflestir landsmenn hafa valið sér.“

María segir að fjandskapur borgaryfirvalda í garð bíleigenda birtist meðal annars í viðvarandi framkvæmdastoppi umferðarmannvirkja og ónauðsynlegum þrengingum sem torveldi bílaumferð. Ennfremur fækki bílastæðum í miðborginni hratt.

María segist ekki hafa á móti bættum almenningssamgöngum en það sé óeðlilegt að skipulagsbreytingar miði að því að gera bílaumferð erfitt fyrir. Þegar á reyni kjósi langflestir borgarbúar að nota einkabílinn.

María segir að þröngsýni og ofstæki skipulagsyfirvalda í Reykjavík vinni gegn spennandi þróun einkabílsins sem umhverfisvænni samgöngumáta og niðurlag greinar hennar er eftirfarandi:

„Miklar breytingar hafa orðið á einkabílum undanfarin ár og ekkert lát er á því. Nýir orkugjafar og betri nýting þeirra sem fyrir eru hafa dregið stórlega úr eldsneytisnotkun og mengun. Fram undan eru spennandi tímar þar sem nýting einkabílsins mun batna enn frekar með tilkomu gervigreindar og deilikerfis.

Allt eru þetta áhugaverð áform sem munu gera einkabílinn enn áhugaverðari kost fyrir almenning í landinu. Það er illt til þess að vita að þröngsýni og ofstæki skipulagsyfirvalda í Reykjavík vinni gegn þessu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“