fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur skilur ekki hvernig fullorðnir menn geta gert svona – „Ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þór Kárason kvikmyndagerðarmaður virðist vera allt annað en sáttur með aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteins, þá Guðmund Arnar leikstjóra og Anton Mána kvikmyndaframleiðanda. Guðmundur Þór greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni en þar segir hann frá því að 14 ára sonur hans hafi fengið tækifæri til að leika í nýjustu mynd tvíeykisins.

„Aðstandendur Kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og stranga prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ segir Guðmundur en við tók langt og strangt æfingatímabil fyrir son hans. Oft voru æfingarnar mörgum sinnum í viku og margar klukkustundir í senn. „Þetta voru ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira.“

Sonur Guðmunds hafði unnið í hálft ár fyrir Guðmund Arnar og Anton Mána þegar hann fékk símtal í gær. Þar var feðgunum tjáð að leikstjórinn væri hættur við að láta son hans leika hlutverkið.

„Ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum“

Guðmundur segist aldrei hafa kynnst svona vinnubrögðum og þykir honum það undarlegt að menn sem sérhæfa sig í gerð mynda um börn skuli koma svona fram við barn. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni.“

Hann skilur ekki hvernig fullorðnir menn geti komið svona fram við óharðnaðan ungling. „Veröld drengsins og væntingar hrundu við þessar fréttir, eftir að hann hafði ekki hugsað um annað en þetta verkefni í 6 mánuði. Að horfa upp á barnið sitt mæta svona framkomu frá fullorðnum mönnum út í bæ sem hafa áunnið sér traust hans er ógeðfellt.“

Að lokum segir Guðmundur þessa menn vera íslenskri kvikmyndagerð til háborinnar skammar. „Ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína
Fréttir
Í gær

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr
Fréttir
Í gær

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur