fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Farþegar frá Noregi, Danmörku og Finnlandi þurfa ekki að fara í skimun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 14:25

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 16. júlí verða Noregur, Danmörk, Finnland og Þýskaland sett í flokk landa sem eru áhættuminni hvað varðar COVID-19 smit og bætast þar með við Grænland og Færeyjar. Þeir sem dvalist hafa í þessum löndum í að minnsta kosti 14 daga samfellt þurfa ekki að fara í skimun. Þetta gildir líka fyrir Íslendinga sem koma frá þessum löndum.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þórólfur hefur áður lýst því yfir að skima eigi út júlímánuð. Í dag er útlit fyrir að farþegum muni fjölga töluvert og á næstu dögum er líklegt að fjöldinn fari yfir það hámark sem talið er að hægt sé að anna í skimun. Í ljósi þessa og upplýsinga frá Sóttvarnastofnun Evrópu telur Þórólfur að réttlætanlegt sé að flýta nýrri áherslu í skimunum og fara í það fyrr en áður var ákveðið.

Fólk sem kemur hingað til lands frá öðrum löndum en nefnd eru hér að framan mun þurfa að fara í skimun áfram. Íslendingar sem dvalist hafa á áhættusvæðum þurfa að fara í heimkomusmitgát og fjórum dögum síðar aftur í sýnatöku.

Sýni voru tekin úr um 1.900 farþegum í gær. Fjórir greindust með gömul mótefni og einn er í bið. Ekkert virkt smit hefur kom fram. Frá mánudeginum 15. júní hafa tæplega 49 þúsund komið til landsins. Tólf hafa greinst með virkt smit og 70 með gamalt smit. Innanlandssmit hafa verið 11 og öll verið rakin til farþega og sérstaklega Íslendinga sem komu inn í landið. Tólfar dagar eru liðnir frá síðasta innanlandssmiti og virðist því hafa tekist að koma í veg fyrir hópsýkingu í kjölfar smita sem komu upp fyrir tveimur vikum og tengust knattspyrnufólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“