fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Segja Samherja hafa fjármagnað kosningabaráttu stjórnarflokksins í Namibíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. júlí 2020 13:03

Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í blaðinu The Namibian er staðhæft að Samherji hafi styrkt stjórnarflokkinn Swapo í Namibíu í gegnum dótturfyrirtæki sitt í Namibíu. Í frétt blaðsins í dag er sagt að gögn sanni þessar greiðslur.

Formaður Swapo  og forseti Namibíu, Hage Geingob, hélt því fram í yfirlýsingu í gær að flokkurinn hefði aldrei fengið neina styrki frá Samherja. Hann hvatti þá sem halda öðru fram að kanna bókhaldsgögn flokksins.

Samherji er sagður hafa innt þessar greiðslur af hendi í gegnum dótturfyrirtæki í Namibíu. Lögmannastofa hafi greitt inn á reikning Swapo árið 2017, nokkrum mánuðum fyrir landsfund flokksins. Fjármunirnir eru sagðir hafa verið notaðir til að fjármagna kosningabaráttu flokksins, að sögn Willem Olivier, fulltrúa spillingarlögreglunnar ACC – Anti-Corruption Comission. Upphæðin er 17,5 milljónir Namibíudollarar sem eru andvirði um 140 milljóna íslenskra króna.

Réttarhöld standa yfir í Namibíu yfir sex sakborningum sem sakaðir eru um að hafa þegið mútur frá Samherja gegn því að tryggja fyrirtækinu kvóta í hrossamakríl. Meðal þeirra eru Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, en hann hrökklaðist úr embætti vegna málsins. Spillingalögreglan ACC vitnaði um það í réttarhöldunum að hann ætti landareign sem keypt væri fyrir mútuféð. Fyrir rétti kannaðist ráðherrann ekki við að eiga jörðina.

 

Sjá umfjöllun Kveiks um  Samherjaskjölin

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagt að sætta sig við skúr nágrannans þótt hann sé of nálægt lóðinni

Sagt að sætta sig við skúr nágrannans þótt hann sé of nálægt lóðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem felldi prinsinn er látin

Konan sem felldi prinsinn er látin